- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Færeyingar eru með flott lið sem verður spennandi að fást við

Aron Pálmarsson fyrirliði íslenska landsliðsins. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Þeir koma inn með nokkrar áherslubreytingar sem mér líst vel. Hinsvegar eru þeir ekki að umturna neinu en ná að setja sinn svip á þetta sem er skiljanlegt með nýjum mönnum,“ sagði Aron Pálmarsson fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik í samtali við handbolta.is um væntanlega landsleiki í kvöld og á morgun við Færeyinga en það verða fyrstu leikirnir undir stjórn Snorra Steins Guðjónssonar landsliðsþjálfara. Flautað verður til leiks í Laugardalshöll klukkan 19.30 í kvöld.

Í viðbragðsstöðu

Aron hefur æft með samherjum sínum í landsliðinu síðustu daga og vonast til þess að geta tekið þátt leikjunum í kvöld og á morgun en unnusta Arons væntir fæðingu barns þeirra á hverri stundu. Aron er þar af leiðandi í viðbragsstöðu að fara með litlum fyrirvara á fæðingadeildina.

Meiri hraði

„Mér líst vel á þær breytingar sem Snorri er að gera, meðal annars í sóknarleiknum. Verið er að auka hraðann og koma mönnum í nýjar stöður. Tíminn er hinsvegar ekki mikill nú fremur en áður og því höfum við einbeitt okkur að fáum breytingum. Við verðum samt að reyna tvenn eða þrennt nýtt í sókninni auk hraðans sem Snorri vill keyra upp þegar við sækjum,“ sagði fyrirliðinn og bætti við að breytingarnar legðust vel í leikmenn.

Mikil handboltagreind

„Um þessar mundir er mikil handboltagreind innan landsliðsins. Þar með er auðveldara fyrir nýjan þjálfara að taka við stjórnvölunum og innleiða nýjungar. Ég lofa þó engu um að allt gangi upp í fyrsta leik. Menn eru að minnsta kosti meðtækilegir og tilbúnar í það sem fyrir þá hefur verið lagt.“

Frændur í aðalhlutverkum

Færeyska landsliðið leikur mjög grimman sóknarleik með mörgum áherslum inn á miðjuna frá systkinabörnunum úr Hoyvik, Óla Mittún og Eliasi Ellefsen frá Skipagøtu. Sá síðarnefndi gekk til liðs við THW Kiel í sumar. Aron segir færeyska liðið vera töluvert betra sóknarlið en varnarlið.

Öruggir á boltann

„Þeir eru mjög vel samæfðir, gera fá mistök og eru öruggir á boltann. Þeir gera þungar árásir. Sérstaklega á miðja vörnina. Við verðum að takast á við af krafti, skipuleggja hjálparvörn og fleira í þeim dúr.

Verðum að nýta veikleikana

Það er bara fínt fyrir okkur um þessar mundir að mæta liði eins og Færeyingar hafa á að skipa. Við verðum að nýta okkur þá veikleika sem eru á varnarleik Færeyinga með því að stilla saman strengina í þeim atriðum sem Snorri og Arnór koma með inn í hópinn.

Ætlum að vinna báða leiki

Færeyingar eru með flott lið sem verður spennandi að fást við. Við ætlum okkur að sjálfsögðu að vinna báða leikina. Á sama tíma viljum við slípa okkur eins vel saman og hægt er,“ sagði Aron Pálmarsson fyrirliði íslenska landsliðsins í samtali við handbolta.is.

Miðasala á leikina er hér.

Leikirnir verða einnig sýndir í opinni dagskrá á aðalrás Sjónvarps Símans. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19.30 en á morgun klukkan 17.30.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -