- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Færeyingar fara til Berlínar með byr í seglum

Færeyska landsliðið vann Norður Makedóníu með sjö marka mun í Þórshöfn í kvöld. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Færeyska karlalandsliðið hefur byr í seglum sínum á leiðinni til Berlínar eftir helgina til þátttöku á sínu fyrsta Evrópumóti í handknattleik eftir tvo sigurleiki gegn Belgíu á tveimur dögum í vináttuleikjum í Þórshöfn. Eftir tíu marka sigur í gær, 41:31, þá unnu Færeyingar með fimm marka mun í Høllinni á Hálsi í kvöld, 34:29, að viðstöddum hátt í 2.000 áhorfendum og skiljanlega í rífandi góðri stemningu.


Færeyingar voru sterkari í síðari hálfleik í kvöld. Þeir voru marki undir í hálfleik, 16:15, en bitu í skjaldarrendur í síðari hálfleik. Belgum tókst að minnka muninn í tvö mörk, nærri leikslokum. Nær komust þeir ekki.

Það var gleðiefni fyrir Færeyinga í leiknum í kvöld að ungstirnið Óli Míttún gat leikið með en hann hefur verið meiddur á ökkla og lítið beitt sér við æfingar síðustu daga.

Færeyingar hefja leik á EM á fimmtudaginn gegn Slóveníu. Í framhaldinu leika þeir við Noreg 13. janúar og Pólverja tveimur dögum síðar. Allir leikir fara fram í Mercedes-Benz Arena í Berlín.

Mörk Færeyja: Hákun West av Teigum 7/2, Vilhelm Poulsen 5, Elias Ellefsen á Skipagøtu 5, Pauli Mittún 3, Óli Mittún 3, Teis Horn Rasmussen 3, Jónas Gunnarsson Djurhuus 2, Leivur Mortensen 2, Rói Berg Hansen 1/1, Kjartan Johansen 1, Helgi Hildarson Hoydal 1, Tróndur Mikkelsen 1.
Varin skot: Nicholas Satchwell 15, 34%.

Tölfræði fengin hjá portal.fo.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -