- Auglýsing -
- Auglýsing -

Færeyingar unnu stórsigur á Belgum

Færeyska landsliðið sem lék í Laugardalshöll í byrjun nóvember. Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Færeyingar unnu stórsigur á Belgíu í fyrri vináttuleik þjóðanna í handknattleik karla í Þórshöfn í kvöld, 41:31. Færeyska landsliðið býr sig af kappi undir þátttöku á Evrópumótinu og mætir það belgíska landsliðinu á nýjan leik annað kvöld í Höllinni á Hálsi.

Staðan var 19:16 eftir fyrri hálfleik í kvöld en mestur varð munurinn sex mörk í fyrri hálfleik.


Belgar reyndu að jafna metin í upphafi síðari hálfleiks en höfðu ekki erindi sem erfiði. Færeysku leikmennirnir gengu á lagið og juku jafnt og þétt við forskot sitt. Breiddin í leikmannhópi Færeyingar var vel nýtt

Færeyingar léku afar skemmtilegan sóknarleik gegn Belgum fyrir framan 1.800 áhorfendur í Høllinni á Hálsi. Uppselt var enda gríðarlegur áhugi fyrir landsliðinu um þessar mundir og skal engan undra eftir frábæran árangur. Einnig má heita uppselt á síðari viðureignina.

Færeyska landsliðið fer til Berlínar á þriðjudaginn. Í kjölfarið koma þúsundir Færeyinga til þess að styðja við bakið á liðinu sem hefur þátttöku á EM fimmtudaginn 11. janúar með leik við Slóveníu. Einnig mæta Færeyingar Norðmönnum og Pólverjum í riðlakeppninni.


Óli Mittún lék ekki með færeyska liðinu í kvöld vegna meiðsla. Góðar vonir eru um að hann verði klár í slaginn þegar EM hefst.

Mörk færeyska landsliðsins í kvöld: Elias Ellefsen á Skipagøtu 9, Rói Berg Hansen 8, Hákun West av Teigum 6, Teis Horn Rasmussen 3, Tróndur Mikkelsen 2, Kjartan Johansen 2, Allan Norðberg 2, Jónas G. Djurhuus 2, Leivur Mortensen 2, Helgi H. Hoydal 1, Ísak Vedelsbøl 1, Vilhelm Poulsen 1, Rói Ellefsen á Skipagøtu 1.

Pauli Jacobsen markvörður stóð fyrir sínu og var með 35% hlutfallsmarkvörslu. Nicholas Satchwell fyrrverandi markvörður KA skipti við Pauli undir lokin og varði tvö af fjórum skotum sem hann fékk mark sitt.

Markaskor er fengið af in.fo.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -