- Auglýsing -
- Auglýsing -

Færeyingar réðu ekki við Pólverja – fara heim reynslunni ríkari

Færeyingurinn Rói Berg Hansen freistar þess að skora hjá Jakub Skrzyniarz markverði pólska landsliðsins. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Ekki rættist draumur Færeyinga um að leggja Pólverja í síðustu umferð D-riðils Evrópumótsins í handknattleik og setja pressu á Norðmenn fyrir síðasta leik þeirra síðar í kvöld gegn Slóvenum. Færeyska landsliðið tapaði fyrir pólska landsliðinu, 32:28, í Mercedes Benz Arena í Berlín. Þar með lauk fyrstu og jafnframt sögulegri þátttöku færeyska landsliðsins á Evrópumótinu. Þeirri fyrstu en alveg örugglega ekki þeirri síðustu.

Færeyingar enduðu neðstir í riðlinum með eitt stig en Pólverjar fengu sín fyrstu stig með sigrinum. Þeir pakka niður föggum sínum í kvöld eins og Færeyingar og kveðja Þýskaland á morgun. Slóvenía og Noregur halda áfram keppni í milliriðli sem leikin verður í Hamborg.

Staðan var jöfn, 15:15, í hálfleik. Eftir jafnan leik í 45 mínútur fóru Pólverjar að síga fram úr á endasprettinum gegn Færeyingum. Eftir að pólska liðið náðu frumkvæðinu náðu leikmenn færeyska landsliðið ekki að jafna metin. Þeir voru að elta allt til leiksloka og munurinn í leikslok endurspeglaði ekki frammistöðu Færeyinga lungan úr leiknum.

Færeyingar geta borið höfuðið mjög hátt eftir þátttökuna á EM.
Landsliðið hefur stimplað sig inn sem landslið sem ber að taka alvarlega. Með aukinni reynslu, betri markvörslu og fleiri leikmönnum með sterkari liðum í Evrópu á landsliðið aðeins eftir að styrkjast. Auk þess má ekki gleymast að nærri 5000 áhorfendur hafa settt stórkostlegan svip á leikina í Berlín og borið hróður Færeyinga víða.

Mörk Færeyja: Hákun West av Teigum 10, Elias Ellefsen á Skipagøtu 9, Rói Berg Hansen 2, Vilhelm Poulsen 2, Óli Mittún 2, Teis Horn Rasmussen 1, Leivur Mortensen 1, Helgi Hildarson Hoydal 1.
Varin skot: Pauli Jacobsen 3, 12,5% – Nicholas Satchwell 3, 23%.
Mörk Póllands: Szymon Sicko 10, Kamil Syprzak 9, Piotr Jedraszyk 6, Michal Daszek 3, Ariel Paterek 1, Maciej Gebala 1, Jakub Szyszko 1, Mikolaj Czaplinski 1.
Varin skot: Jakub Skrzyniarz 11, 31,4%.

EM 2024 – leikjadagskrá, úrslit, staðan – riðlakeppni

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -