- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Færeyingar verða með fjórða liðið í riðli Íslands á HM 21 karla í sumar

Ljósmynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -


Færeyska landsliðið verður fjórða liðið í riðli Íslands á heimsmeistaramóti 21 árs landsliða karla í handknattleik sem fram fer í Póllandi 18. ti 29. júní. Dregið var í síðustu viku og þá var óljóst hvert fjórða liðið yrði í F-riðill ásamt Íslandi, Norður Makedóníu og Rúmeníu vegna þess að landslið frá Eyjaálfu, Nýja Sjáland, hætti við þátttöku rétt áður en dregið var.


Alþjóða handknattleikssambandið ákvað að bjóða Færeyingum að fá sætið sem losnaði þegar Ný-Sjálendingar heltust úr lestinni. Færeyingar voru hársbeidd frá að tryggja sér farseðilinn á EM20 ára landsliða í Slóveníu í júlí. Þeir voru óheppnir með úrslit og þrátt fyrir vaska frammistöðu í milliriðlakeppninni tókst þeim ekki að tryggja sér farseðilinn sem þeir hafa nú fengið með boði, svokölluðu wild card upp á enskuna.

Sterkari riðill

Koma Færeyinga inn í F-riðillinn mun verða til þess að allir leikirnir verða úrslitaleikir og liðin frekar jöfn að styrkleika. Tvö efstu lið hvers riðils fara í milliriðla en tvö þau neðri leika um forsetabikarinn. Fyrirkomulagið er aðeins annað en á mótum A-landsliða þar sem þrjú efstu lið hvers riðils taka sæti í millriðlum en aðeins neðsta lið hvers riðils leikur um forsetabikarinn.


Riðlaskipting á HM U21 árs landsliða:
A-riðill (Płock): Noregur, Pólland, Slóvenía, Úrúgvæ.
B-riðill (Sosnowiec): Austurríki, Ungverjaland, Argentína, Brasilía.
C-riðill (Płock): Svíþjóð, Japan, Suður Kórea, Bandaríkin.
D-riðill (Sosnowiec): Portúgal, Króatía, Alsír, sigurlið IHF-bikarsins.
E-riðll (Katowice): Danmörk, Frakkland, Marokkó, Mexíkó.
F-riðill (Katowice): Ísland, Norður Makedónía, Rúmenía, Færeyjar.
G-riðill (Kielce): Þýskaland, Túnis, Serbía, Sviss.
H-riðill (Kielce): Spánn, Egyptaland, Barein, Sádi Arabía.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -