- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fann fyrir gæsahúð þegar þjóðsöngurinn var sunginn

Hlynur Morthens markvarðarþjálfari, Hafdís Renötudóttir og Elín Jóna Þorsteinsdóttir bera saman bækur sína í leiknum í dag. Mynd/HSF/Álvur Haraldsen
- Auglýsing -

Elín Jóna Þorsteinsdóttir var með nærri 40% markvörslu og fór svo sannarlega hamförum í marki íslenska landsliðsins í sigurleiknum á Færeyingum í undankeppni EM í handknattleik kvenna í Þórshöfn í dag, 28:23.


„Mér fannst leikurinn meira og minna ganga eftir plani hjá okkur að þessu sinni. Okkur tókst að leiða færeysku leikmennina á þau svæði sem við vildum að þeir sæktu á, ekki síst í síðari hálfleik,“ sagði Elín Jóna sem brosti bara þegar minnst var á hennar frammistöðu.

„Þó við værum marki undir í hálfleik þá vissum við að með því að halda okkur við leikjaplanið þá myndum við á endanum snúa leiknum okkur í hag. Það tókst þegar kom fram í síðari hálfleik,“ sagði Elín Jóna sem var eins og aðrir þakklát fyrir stuðninginn sem íslenska liðið fékk.

Gæsahúð

„Þetta var geggjað. Maður fann fyrir gæsahúð þegar þjóðsöngurinn var sunginn fyrir leik. Það skiptir svo miklu máli fyrir okkur að fá þennan stuðning og við kunnum svo sannarlega að meta hann,“ sagði markvörðurinn snjalli Elín Jóna Þorsteinsdóttir í samtali við handbolta.is í Þórshöfn í dag.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -