- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fellur vel inn í þann handbolta sem ég vil spila

Andri Már Rúnarsson í leik U 21 árs landsliðinu á HM í sumar. Mynd/IHF/Jozo Cabraja
- Auglýsing -

Andri Már Rúnarsson leikmaður SC DHfK Leipzig er eini nýliðinn í landsliðshópnum sem Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari valdi til æfinga og undirbúnings fyrir Evrópumótið sem fram fer í Þýskalandi í næsta mánuði. Andri gekk til liðs við Leipzig-liðið í sumar eftir ársdvöl hjá Haukum og nýverið skrifaði hann undir framlengingu á samningi sínum við Leipzigliðið til ársins 2026.


„Andri Már kemur meðal annars inn í hópinn vegna meiðsla Elvars Arnar en hann var líka nærri því að verða valinn fyrir leikina við Færeyinga í byrjun nóvember,“ sagði Snorri Steinn þegar hann valdi æfingarhópinn í upphafi vikunnar.

Spenntur að sjá hann á æfingum

„Andri Már hefur verið í vaxandi hlutverki hjá Leipzig og skilað því vel. Ég var hrifinn að honum á HM 21 árs landsliða í sumar. Ég spenntur fyrir að sjá hann með okkur á æfingum.

Andri fellur vel inn í þann handbolta sem ég vil spila og hefur sýnt að hann á heima þessu sviði, ungur og ferskur handknattleiksmaður sem væntanlega kemur með kraft og dínamik á æfingar sem er gott fyrir okkur,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari á blaðamannafundi þegar hann tilkynnti um val sitt á æfingahópnum fyrir EM.

Hver er Andri Már?
Andri Már er 21 árs miðjumaður og skytta. Hann byrjaði  snemma að æfa handknattleik með Þór Akureyri og síðar í Þýskalandi þar sem foreldrar hans bjuggu frá 2012 til 2018 þegar Rúnar faðir hans var þjálfari ytra. Rúnar lék sem atvinnumaður um árabil í Þýskalandi og á Spáni. 

Andri Már lék með Stjörnunni frá 2018 til 2020, Fram 2020 til 2021 er hann gekk til liðs við Stuttgart í Þýskalandi en var aðeins í eitt ár. Andri flutti heim í september 2022 og samdi við Hauka. Eftir HM 21 árs landsliða í sumar, þar sem íslenska landsliðið hafnaði í þriðja sæti, samdi Andri Már við SC DHfK Leipzig. Faðir Andra Más er þjálfari liðsins.

Sigtryggur Daði bróðir hans leikur með ÍBV. Móðir Andra Más, Heiða Erlingsdóttir, var landsliðskona og Íslandsmeistari með Víkingi á sinni tíð. Afi Andra Más, Sigtryggur Guðlaugsson, var fyrr á tíð ein kjölfesta handknattleiksliðs Þórs á Akureyri.

Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni – Stigið…Sigtryggur vann!

Snorri Steinn hefur valið 20 til æfinga – 18 fara á EM

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -