- Auglýsing -
- Auglýsing -

Félögin sitja uppi með ábyrgðina

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -
  • Mjög þétt hefur verið leikið í Olísdeild karla síðustu vikur. Ekkert lát verður á næstu vikur. Nærri átta umferðir eru að baki eftir að þráðurinn var tekinn upp undir lok janúar. Keppni í Olísdeild er álíka langt komin nú og hún er alla jafna um jólaleytið í venjulegu árferði.
  • Álag á leikmenn hefur verið mjög mikið. Því linnir ekki í bráð. Tíu umferðir eru eftir óleiknar í Olísdeild karla. Þar á eftir er úrslitakeppnin sem leika á með sama sniði og síðustu ár. Einnig er nær öll bikarkeppnin eftir.
  • Þegar þráðurinn var tekinn upp í Olísdeildinni 24. janúar eftir að ákveðið var að ljúka keppni í deildinni án þess að gera breytingar á keppnisfyrirkomulaginu til að létta álaginu höfðu flest liðin ekki leikið nema fjóra leiki hvert á Íslandsmótinu í handknattleik síðan snemma í mars í fyrra.
  • Æfingar hafa verið alla vegana. Þær voru alltént ekki í ákjósanlegu fari frá því í október þangað til að nokkuð var komið fram í desember.
  • Talsvert hefur verið um meiðsli og nokkur alvarleg. Nær öll lið í Olísdeildinni eru með nokkra leikmenn á sjúkralista og hafa jafnvel verið með frá upphafi tímabilsins.
  • Ekki verður sannað yfir nótt að fleiri meiðsli séu afleiðing aukins álags. Vísbendingar eru vafalaust um að svo sé. Vísbendingar voru þegar komnar í haust og fyrri hluta vetrar um að auknu álagi fylgdu fleiri meiðsli. Þurfti ekki annað en að fylgjast með stöðugum fregnum af alvarlegum meiðslum meðal karla og kvenna sem léku undir miklu álagi í deildum í Evrópulöndum og í Evrópukeppni. Leikmenn sem voru að leika tvo og þrjá leiki í viku á milli þess sem þeir voru jafnvel í sóttkví.
  • Hugmyndir komu fram um að gera breytingar á deildarkeppninni hér heima vegna ástandsins og fækka leikjum og draga þannig úr álaginu. Þær fengu ekki hljómgrunn hjá meirihluta félaganna.
  • Menn verða viðurkenna að það voru félögin sjálf sem eru í Olísdeild karla, eða meirihluti þeirra, sem tók ákvörðun að halda sig við óbreytt fyrirkomulag. Ákvörðunin var tekin á formannafundi. Sumir kusu meira að segja að þrengja dagskrá sína með því að hefja leik viku síðar en aðrir. Félögin sitja uppi með ábyrgðina og geta ekki vísað henni annað.

    Ívar Benediktsson, ivar@handbolti.is
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -