- Auglýsing -
- Auglýsing -

Mæta Slóvenum í umspilsleikjum fyrir HM

Næsta verkefni kvennalandsliðsins verður eftir mánuð þegar það mætir Slóvenum í umspilsleikjum fyrir HM. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Íslenska kvennalandsliðið í handknattleik mætir landsliði Slóveníu í umspilssleikjum um sæti á heimsmeistaramótinu í handknattleik. Fyrri leikurinn verður í Slóveníu 16. eða 17. apríl og sá síðari 20. eða 21. apríl. Síðari viðureignin verður heimaleikur Íslands.


Samanlagður sigurvegari í leikjunum tveimur tryggir sér farseðilinn á heimsmeistaramótið sem haldið verður á Spáni frá 1. til 19. desember.


Slóvenía rak lestina á EM 2020 í Danmörku í desember, hafnaði í 16. sæti. Liðið tapaði á EM fyrir Dönum, 30:23, Svartfellingum 26:25 og Frökkum, 27:17. Með landsliði Slóvena leikur m.a. Ana Gros, markahæsti leikmaður Meistaradeildar Evrópu á leiktíðinni.

Síðast mættust Ísland og Slóvenía í handknattleik kvenna í undankeppni EM í mars 2018. Fyrri leikurinn, sem fram fór í Laugardalshöll lauk með jafntefli, 30:30. Slóvenar unnu síðari leikinn ytra með 10 marka mun, 28:18.


Dregið var fyrir nokkrum mínútum í Vínarborg.


Eftirfarandi lið drógust saman:
Tyrkland – Rússland
Tékkland – Sviss
Slóvenía – Ísland
Slóvakía – Serbía
Úkraína – Svíþjóð
Austurríki – Pólland
Ungverjaland – Ítalía
Rúmenía – Norður-Makedónía
Portúgal – Þýskaland
Svartfjallaland – Hvíta-Rússland

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -