- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fer ekki á Ólympíuleikana

Halldór Jóhann Sigfússon heldur ekki áfram með landslið Barein. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari karlaliðs Selfoss, heldur ekki áfram starfi sínu sem landsliðsþjálfari karlalandsliðs Barein. Hann fer þar af leiðandi ekki með landsliðinu á Ólympíuleikana í sumar. Hann staðfesti þetta í samtali við RÚV í gær.


„Ég var ekki tilbúinn til að fórna mínu starfi á Selfossi en þeir vildu mig í fullt starf og búsettan úti,“ sagði Halldór Jóhann í fyrrgreindu viðtali við RÚV.


Barein vann forkeppni Ólympíuleikana í Asíu á síðasta ári þegar Aron Kristjánsson var landsliðsþjálfari.


Undir stjórn Halldórs Jóhanns hafnaði landslið Barein í 21. sæti á HM í Egyptalandi í janúar, var í næsta sæti fyrir neðan íslenska landsliðið.
Halldór Jóhann er þriðji Íslendingurinn á fáeinum árum sem stýrir landsliði Barein. Guðmundur Þórður Guðmundsson stýrði liðinu árið 2017 og fram í ársbyrjun 2018. Í framhaldinu tók Aron Kristjánsson við og var við stjórnvölin fram á síðasta sumar. Halldór Jóhann var ráðinn á skammtímasamning í lok nóvember sem gilti fram yfir HM í Egyptalandi.


Tveir íslenskir handknattleiksþjálfarar verða í eldlínunni á Ólympíuleikunum, Alfreð Gíslason með þýska karlalandsliðið og Dagur Sigurðsson með landslið Japana. Talsverðar líkur eru á að þriðji þjálfarinn bætist í hópinn en norska kvennalandsliðið, sem Þórir Hergeirsson þjálfar, tekur þátt í forkeppni fyrir leikana á föstudag og laugardag.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -