- Auglýsing -
Matthías Ingi Magnússon hefur samið við handknattleiksdeild ÍR til ársins 2027. Hann kemur til félagsins frá Val þar sem hann hefur leikið í yngri flokkum og ungmennaliði félagins undanfarin ár.
Matthías, sem er fæddur árið 2006, er fjölhæfur vinstri hornamaður sem getur einnig leyst allar stöður utan af velli. Hann tók þátt í 12 leikjum með Val 2 í Grill 66-deildinni á síðasta keppnistímabili.
„Við ÍR-ingar erum glaðir að hafa tryggt okkur krafta Matthíasar næstu tvö tímabil og hlökkum til að sjá hann vaxa og dafna í Skógarselinu,“ segir í tilkynningu ÍR.
Karlar – helstu félagaskipti 2025
- Auglýsing -