- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fer út á sjó á trillunni og hugsa málið

Sigurður Bragason, þjálfari ÍBV. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Þriggja ára samningur Sigurðar Bragason við ÍBV um þjálfun kvennaliðsins er að renna út. Sigurður segir óvíst hvort hann haldi áfram eða ekki. „Ég hef verið á fullu í handboltanum síðan 1995, ekki misst út tímabil í hvaða hlutverki sem ég hef verið, leikmaður, ráðsmaður, fyrirliði í 12 ár, einnig þjálfari. Það fer mikill tími í starfið og áður en ég svara af eða á þá ætla ég aðeins að leggjast yfir stöðuna.


Mér stendur til boða að halda áfram en ég ætla að gefa mér nokkra daga og slaka á, ræða við konuna mína og bjóða henni kannski út að borða,“ sagði Sigurður sem er vonsvikinn og sjálfsgagnrýnin eftir tímabilið. Hann talar tæpitungulaust að vanda.

Ætlaði að vinna bikar

„Ég er ekki sáttur við tímabilið þótt það hafi verið langt, strangt, lærdómsríkt og skemmtilegt. Ég ætlaði að koma liðinu skrefi framar en raun hefur orðið á. Stefnan var að vinna einn bikar. Til þess fékk allan stuðning sem þurfti frá stjórninni og stelpunum. Þegar markmiðin ganga ekki eftir þá verður keppnismaður eins ég er fúll,“ sagði Sigurður og bætir við.

Er betra að annar taki við?

„Ég er enginn kjáni í sportinu. Við erum með fínt lið en unnum ekkert. Þá spyr maður sig þeirra spurningar hvort betra sé að einhver annar taki við. Ég verð líka að vera gagnrýnin á eigin störf.


Ég ætla að skreppa fram á sjó á trillunni. Þar er best að hugsa, enginn truflar mann nema kannski fuglinn á sjónum,“ sagði Sigurður Bragason léttur í bragði í samtali við handbolta.is í gærkvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -