- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ferskur og klár í slaginn

Óðinn Þór Ríkharðsson landsliðsmaður og leikmaður Kadetten Schaffhausen í Sviss. Ljósmynd/Hafliðið Breiðfjörð
- Auglýsing -

„Ég ferskur, klár í slaginn,” sagði Óðinn Þór Ríkharðsson landsliðsmaður í handknattleik þegar handbolti.is hitti hann að máli fyrir æfingu landsliðsins í Ólympíuhöllinni í München í morgun. Rúmur sólarhringur er í fyrsta leik íslenska landsliðsins á Evrópumótinu, gegn Serbíu.

„Maður er orðinn mjög spenntur fyrir mótinu og því að komast af stað. Ég hlakka til að byrja, komast af stað,“ sagði Óðinn Þór sem er að taka þátt í Evrópumóti í fyrsta sinn eftir að hafa verið tvisvar með á HM, 2019 og 2023.

„Serbar eru öflugir og góðir en við erum líka mjög góðir. Ég reikna bara með hörkuleik enda er mikið undir hjá báðum liðum,“ sagði Óðinn Þór sem reiknar með að mikið verði reynt að hlaupa og halda uppi hraða í leiknum. Spurður hvort hann teldi íslenska landsliðið hraðara umfram Serbana svaraði hann.

„Hugsanlega. Ég vona það,“ sagði Óðinn Þór Ríkharðsson og var þar með þotinn á æfingu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -