- Auglýsing -
- Auglýsing -

FH er eitt á toppnum

Emma Havin Sardarsdóttir á leið inn úr hægra horninu í leik með FH gegn KA/Þór á síðustu leiktíð. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

FH situr eitt í efsta sæti Grill66-deildar kvenna í handknattleik eftir að hafa unnið ungmennalið HK, 27:23, í sjöttu umferð deildarinnar í Kaplakrika í gærkvöld. FH-liðið var með tögl og hagldir í leiknum frá upphafi til enda og var m.a. fjórum mörkum yfir í hálfleik, 15:11.


FH hefur þar með níu stig í efsta sæti. ÍR er tveimur stigum á eftir og á leik til góða. Selfoss er í þriðja sæti með sex stig en á tvo leiki inni á efsta liðið.
HK U er í níunda sæti af 11 liðum deildarinnar með þrjú stig þegar fimm leikjum er lokið.


Mörk FH: Emma Havin Sardarsdóttir 8, Emilía Ósk Steinarsdóttir 5, Hildur Guðjónsdóttir 5, Fanney Þóra Þórsdóttir 4, Aþena Arna Ágústsdóttir 3, Sigrún Jóhannsdóttir 2.
Mörk HK U.: Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín 3, Aníta Eik Jónsdóttir 3, Brynja Katrín Benediktsdóttir 3, Embla Steindórsdóttir 3, Inga Dís Jóhannsdóttir 3, Kristín Guðmundsdóttir 3, Karen Hrund Logadóttir 3, Katrín Hekla Magnúsdóttir 2, Margrét Guðmundsdóttir 1.


Stöðu og næstu leiki í Grill66-deild kvenna má sjá hér.

Á Facebook síðu FH er mikil myndaveisla frá leiknum í gærkvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -