Íslandsmeistarar FH fá sæti í riðlakeppni Evrópudeildar karla í handknattleik og komast þar með hjá einni umferð í forkeppniþ Valur fór einnig beint í riðlakeppnina leiktíðina 2022/2023. Að þessu sinni verður Valur hinsvegar að taka þátt í forkeppninni ásamt 17 öðrum liðum. Forkeppnin fer fram 31. ágúst og 1. september og 7. og 8. september.
Dregið verður í forkeppnina á næsta þriðjudag, 16. júlí. Aftur á móti verður dregið í riðlakeppni Evrópudeildarinnar þremur dögum síðar, föstudaginn 19. júlí.
Með Val í efri flokki þegar dregið verður í forkeppnina eru: MT Melsunge, ABC de Braga, Bjerringbro-Silkeborg, HC Kriens-Luzern, Fraikin BM Granollers, Ystads IF HF, RK Trimo Trebnje, VfL Gummersbach.
Andstæðingar Vals
Í neðri flokki eru og þá einn andstæðinga Vals: Maritimo da Madeira Andebol SAD, GC Amicitia Zürich, IFK Kristianstad, Limoges Handball, Mors-Thy Handbold, Ademar Leon, Bjelin Spacva Vinkovci, FTC Green-Collect, Elverum Håndbold.
Níu af þessum 18 liðum komast áfram í riðlakeppni þar sem FH og 21 lið til viðbótar bíða auk annað hvort RKIzvidac eða HCB Karvina sem taka þátt í sérstakri undakeppni að forkeppninni.
Alls taka 32 lið þátt í riðlakeppni Evrópudeildarinnar sem leikin verður í átta fjögurra liða riðlum frá 8. október tl 26. nóvember. Af þeim fara tvö efstu lið áfram í 16-liða úrslit sem leikin verða í fjórum fjögurra liða riðlum frá 11. febrúar til 4. mars 2025.
Fara beint í riðlakeppnina
Liðin 22 sem fara beint í riðlakeppnina eru: SG Flensburg-Handewitt, FC Porto, Montpellier, RK Nexe, GOG, Kadetten Schaffhausen, Bidasoa Irun, IK Sävehof, Gornik Zabrze, CSM Constanta, RK Gorenje Velenje, HC Vardar 1961, MOL Tatabanya KC, FH, Tatran Presov, THW Kiel, Sport Lisboa e Benfica, Fenix Toulouse Handball, MRK Sesvete, Bathco BM Torrelavega, KGHM Chrobry Glogow, HC Vojvodina.
FH verður í öðrum styrkleikalista af fjórum þegar dregið verður í riðla föstudaginn 19. júlí.
Sjá einnig:
Haukar stökkva yfir fyrstu umferð
Íslensku liðin fara beint í 64-liða úrslit