- Auglýsing -
- Auglýsing -

FH hafði betur gegn ÍBV – 16 marka sigur Selfoss

Hildur Guðjónsdóttir er mætt til leiks á ný með liði FH og byrjuð að láta að sér kveða. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

FH fagnaði sigri á Ragnarsmóti kvenna í handknattleik í kvöld eftir að hafa lagt lið ÍBV að velli með fimm marka mun, 30:25. Sigurður Bragason þjálfari ÍBV tefldi fram táningaliði að þessu sinni. Hann gaf eldri og reyndari leikmönnum frí að þessu sinni. Reikna má með að hann leiki ekki sama leikinn á laugardaginn þegar ÍBV mætir Selfossi í þriðja og síðustu umferð mótsins í Sethöllinni á Selfossi.

FH er til alls líklegt

Burt séð frá hvaða leikmönnum ÍBV tefldi fram að þessu sinni þá hefur FH-liðið fengið liðsauka frá síðustu leiktíð og virðist til alls líklegt í Grill 66-deildinni. Hildur Guðjónsdóttir er mætt til leiks á ný eftir að hafa misst af nær öllu síðasta tímabili. Hildur var markahæst annan leikinn í röð. Að þessu sinni skoraði hún 10 mörk.

Fanney Þóra Þórsdóttir hefur reimað á sig skóna eftir árs fjarveru er farin að láta að sér kveða á handknattleiksvellinum. Einnig er Ragnhildur Edda Þórðardóttir komin í slaginn á ný að loknu fæðingaorlof frá handbolta.

Sara Björg Davíðsdóttir gekk til liðs við FH í sumar frá Fjölni. Sara Björg lék reyndar síðari hluta síðasta tímabils með Gróttu sem lánsmaður.

Perla markahæst

Selfoss-liðið vann Víking örugglega með 16 marka mun í hinni viðureign kvöldsins á Ragnarsmótinu, 35:19, eftir að hafa verið fimm mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 13:8. Eins og gegn FH í fyrrakvöld var Perla Ruth Albertsdóttir markahæst með níu mörk.

Katla María er ákveðin

Landsliðskonan Katla María Magnúsdóttir skoraði fimm mörk fyrir Selfoss í kvöld. Hún hefur náð undraskjótum bata af alvarlegum meiðslum á ökkla. Katla sagði við handbolta.is í Kaplakrika í gærkvöld, hvar hún fylgdist af töluverðum áhuga með viðureign FH og Vals í Meistarakeppni karla í handknattleik, að hún væri staðráðin í að ná fyrsta leik Selfoss í Olísdeildinni í næstu viku. Selfoss sækir Hauka heim á Ásvelli á fimmtudagskvöld.

Úrslit og markaskorarar

Selfoss – Víkingur 35:19 (13:8).
Mörk Selfoss: Perla Ruth Albertsdóttir 9, Arna Kristín Einarsdóttir 6, Katla María Magnúsdóttir 5, Hulda Hrönn Bragadóttir 4, Adela Eyrún Jóhannsdóttir 2, Harpa Valey Gylfadóttir 2, Sylvía Bjarnadóttir 2, Eva Lind Tyrfingsdóttir 2, Hulda Dís Þrastardóttir 1, Inga Sól Björnsdóttir 1.
Varin skot: Ágústa Tanja Jóhannsdóttir 15, Cornelia Linnea J Hermansson 7.

Mörk Víkings: Eva Sóldís Jónsdóttir 3, Auður Brynja Sölvadóttir 3, Arnbjörg Bertha Kristjánsdóttir 3, Ída Bjarklind Magnúsdóttir 3, Valgerður Elín Snorradóttir 2, Ester Inga Ögmundsdóttir 2, Brynhildur Eva Thorsteinson 1, Hafdís Shizuka Iura 1, Tinna Björk Bergsdóttir 1.
Varin skot: Signý Pála Pálsdóttir 10, Þórunn Ásta Imsland 3.

ÍBV – FH 25:30 (11:15).
Mörk ÍBV: Birna Dögg Egilsdóttir 6, Birna María Unnarsdóttir 6, Alexandra Ósk Viktorsdóttir 3, Ásdís Halla Hjarðar 3, Dagbjört Ýr Ólafsdóttir 2, Birna Dís Sigurðardóttir 2, Alanys Alvarez Medina 2, Þóra Guðný Arnarsdóttir 1.
Varin skot: Ólöf Maren Bjarnadóttir 3, Bernódía Sif Sigurðardóttir 1.

Mörk FH: Hildur Guðjónsdóttir 10, Fanney Þóra Þórsdóttir 4, Ragnhildur Edda Þórðardóttir 3, Eva Gísladóttir 3, Dagný Þorgilsdóttir 2, Telma Medos 2, Katrín Ósk Ástþórsdóttir 2, Karen Hrund Logadóttir 1, Thelma Dögg Einarsdóttir 1, Sara Björg Davíðsdóttir 1, Hafdís Hera Arnþórsdóttir 1.
Varin skot: Sigurdís Sjöfn Freysdóttir 5, Bára Björg Ólafsdóttir 3.

Í síðustu umferð Ragnarsmótsins á laugardaginn verða neðantaldir leikir á dagskrá í Sethöllinni:
FH – Víkingur, kl. 13.
Selfoss – ÍBV, kl. 15.15.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -