- Auglýsing -
- Auglýsing -

FH hélt andstæðingnum í hæfilegri fjarlægð

FH-ingurinn Ásbjörn Friðriksson stöðvaður af Gunnari Dan Hlynssyni og Sveini Brynjari Agnarssyni, leikmönnum Gróttu. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

FH-ingar fóru af stað í Olísdeild karla í kvöld með nokkuð öruggum sigri á Gróttu á heimavelli, 25:22, í Kaplakrika í kvöld en viðureign Hafnarfjarðarliðsins í 1. umferð frestaðist þar til í næstu viku vegna þátttöku Selfoss í Evrópukeppni. FH-liðið mætti því ferskt til leiks í kvöld og tók frumkvæðið strax í upphafi. Staðan að loknum fyrri hálfleik var 14:9.


Phil Döhler og vörn FH hélt sóknarmönnum Gróttu í heljargreipum nær allan leikinn og helsta skytta Seltirninga, Birgir Steinn Jónsson, náði sér ekki á strik. Hann skoraði þrjú mörk í tíu tilraunum. Gróttuliðið hefur skorað 43 mörk í tveimur fyrstu viðureignum sínum í deildinni og þótt það hafi aðeins fengið á sig 47 mörk.

Gunnar Dan Hlynsson og Hannes Grimm gefa Einari Erni Sindrasyni ekkert eftir. Mynd/J.L.Long


Aðeins dró saman með liðunum þegar á leið síðari hálfleik. Gróttumönnum tókst a.m.k. tvisvar sinnum að minnka muninn í tvö mörk. Nær komust þeir ekki. FH-ingar sáu til þess að halda gestum sínum í hæfilegri fjarlægð og tókst að forðast að lenda í kröppum dansi á síðustu mínútum eins og henti Valsmenn í heimsókn sinni til Gróttu fyrir viku.


Sem fyrr segir var Döhler öflugur í marki FH eins og stundum áður. Kollegi hans hinum megin vallarsins, Einar Baldvin Baldvinsson, stóð einnig fyrir sínu og vel það. Hann var með 39% hlutfallsmarkvörslu.

Jakob Martin Ásgeirsson að skora eftir hraðaupphlaup eitt fjögurra marka sinn fyrir FH. Mynd/J.L.Long


Mörk FH: Ásbjörn Friðriksson 4/1, Ágúst Birgisson 4, Jakob Martin Ásgeirsson 4, Egill Magnússon 4, Gytis Smantauskas 3, Birgir Már Birgisson 3, Einar Örn Sindrason 2.
Varin skot: Phil Döhler 14, 38,9%.
Mörk Gróttu: Lúðvík Thorberg Bergmann Arnkelsson 5, Andri Þór Helgason 4/2, Ólafur Brim Stefánsson 3, Gunanr Dan Hlynsson 2, Ágúst Emil Grétarsson 2, Jakob Ingi Stefánsson 1, Ívar Logi Styrmisson 1, Akimasa Abe 1.
Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 16, 39%.

Öll tölfræði leiksins hjá HB Statz.

Staðan og næstu leikir í Olísdeild karla.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -