- Auglýsing -
- Auglýsing -

FH, ÍBV og Valur í efri flokki – Afturelding í þeim neðri

Aftureldingarmenn gátu fagnað í kvöld. Mynd/Raggi Óla
- Auglýsing -

FH, ÍBV og Valur verða í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður í 32-liða úrslit Evrópubikarkeppninnar í handknattleik karla í fyrramálið.

Afturelding á sæti í neðri flokkum og getur þar með dregist á móti íslensku liðunum þremur úr efri flokknum, FH, ÍBV eða Val.

Engar takmarkanir verða þegar dregið verður til leikjanna.

Flokkarnir eru neðar í þessari frétt.


Hafist verður handa við að draga klukkan níu í fyrramálið. Handbolti.is mun fylgjast grannt með framvindunni.

Leikir 3. umferðar eða 32 liða úrslita, eiga að fara fram 25. og 26. nóvember og 2. og 3. desember.


Flokkur 1:
FH, ÍBV, Valur, HC Linz AG (Austurríki), RK Sloboda (Bosníu), MRK Sesvete (Króatíu), HCB Karvina (Tékklandi, SKKP Handball Brno (Tékklandi), VÍF Vestmanna (Færeyjum), Olympiacos SFP (Grikklandi), Runar Sandefjord (Noregi), CS Minaur Baia Mare (Rúmeníu), MRK Krka (Slóveníu), RK Metaloplastika Elixir Sabac (Serbíu), BSV Bern (Sviss).

Flokkur 2:
Afturelding, Bregenz Handball (Austurríki), Förthof UHK Krems (Austurríki), HC Vise BM (Belgíu), Sezoens Achilles Bocholt (Belgíu), RK Vogošca (Bosníu), Rukometni klub Leotar (Bosníu), MRK Trogir (Króatíu), BK-46 (Finnlandi), FTC-Green Collect (Ungverjalandi), SSV Brixen (Ítalíu), CSA Steaua Bucuresti (Rúmeníu), HC Dinamo Pancevo (Serbíu), Besiktas Safi Cimento (Tyrklandi), Spor Toto SK (Tyrklandi), HC Motor (Úkraínu).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -