- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

FH, ÍBV og Valur leika heima og að heiman

Leikmenn FH og ÍBV eiga fyrir höndum Evrópuleiki eftir um mánuð. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

FH, ÍBV og Valur leika heima og að heiman í 3. umferð Evrópubikarkeppninnar í handknattleik í lok nóvember og í byrjun desember. FH og ÍBV hafa þegar gengið frá sínum leikjum við mótherjana en Valsmenn hnýta síðustu lausu endana í dag í samskiptum sínum við HC Motor frá Úkraínu.


Þar með bendir allt til þess að Afturelding verði eina íslenska liðið sem selur heimaleikjarétt sinn í 3. umferð Evrópubikarkeppninnar. Afturelding mætir Tatran Presov 24. og 26. nóvember í Presov í Slóvakíu eins og handbolti.is sagði frá á dögunum.

Valur til Slóvakíu

Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals sagði við handbolta.is í morgun að væntanlega verði allir endar hnýttir í dag í samskiptum við HC Motor og gengið frá að því að leikið verður í Origohöllinni og í Michalovce í Slóvakíu. Valur á heimaleik í síðari umferðinni, 2. eða 3. desember.

Vildu ekki leika tvo daga í röð

Sigurður Örn Þorleifsson hjá FH sagði handbolta.is að forráðamenn belgíska liðsins Sezoens Achilles Bocholt hafi strax komið þeim skilaboðum til FH að það vildi ekki leika tvo daga í röð. Þar af leiðandi kom ekki greina að leika báða leikina ytra eða hér heima. Það hafi heldur ekki verið ætlan FH-inga en um nokkuð auðveldara og ódýrara ferðalag að ræða í útileikinn og talsvert ódýrara en ferðin til Belgrad á dögunum. Síðari leikurinn í rimmunni fer fram í Bocholt í Belgíu laugardaginn 2. desember.

Heimaleikur í Eyjum 2. desember

Magnús Stefánsson þjálfari ÍBV sagði við útsendara handbolta.is um helgina að stefnt væri á að nýta heimaleikjaréttinn í rimmunni við austurríska liðið Krems.

Fram kemur á vef Handknattleikssambands Evrópu í dag að fyrri viðureign Krems og ÍBV hefur verið skráð á laugardaginn 25. nóvember í Krems an der Donau og síðari leikurinn í Vestmannaeyjum laugardaginn 2. desember. Flautað verður til leiks klukkan 14.30 í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -