- Auglýsing -
- Auglýsing -

FH-ingar beittari á endasprettinum

Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

FH-ingar hrósuðu sigri í Safamýri í kvöld er þeir sóttu Framara heim í síðari leik dagsins í Olísdeild karla í handknattleik, 34:30, eftir að jafnt var að loknum fyrri hálfleik, 13:13. FH-ingar treystu stöðu sína í öðru sæti deildarinnar með þessum sigri. Þeir hafa 23 stig eftir 16 leiki og er þremur stigum á eftir Haukum sem tróna á toppnum og eiga auk þess leik til góða á erkifjendur sína og sveitunga.

Þetta var fyrsta tap Fram-liðsins á heimavelli á keppnistímabilinu.


Leikurinn í Safamýri var í jafnvægi í 55 mínútur eða svo og sjaldnast munaði meira en einu marki á liðunum. Frumkvæðið var FH-megin. Síðustu fimm mínúturnar voru leikmenn FH beittari. Þeir nýttu betur sín tækifæri meðan leikmönnum Fram voru mislagðar hendur og brást bogalistin í vítakasti og fleiri ágætum marktækifærum.


Framarar eru í áttunda sæti Olísdeildar eftir tapið með 16 stig að loknum 15 leikjum.

Einar Rafn Eiðsson átti stórleik fyrir FH í kvöld og skoraði 10 mörk. MyndJ.L.Long


Mörk Fram: Vilhelm Poulsen 7, Andri Már Rúnarsson 7, Stefán Darri Þórsson 4, Rógvi Dal Christiansen 4, Breki Dagsson 2, Kristinn Hrannar Elísberg Bjarkason 2, Matthías Daðason 2/2, Þorgrímur Smári Ólafsson 1, Kristófer Dagur Sigurðsson 1.
Varin skot: Lárus Helgi Ólafsson 9, 23,1%, Valtýr Már Hákonarson 0.
Mörk FH: Einar Rafn Eiðsson 10, Arnar Freyr Ársælsson 7, Ásbjörn Friðriksson 4, Jón Bjarni Ólafsson 4, Einar Örn Sindrason 4, Leonharð Þorgeir Harðarson 2, Egill Magnússon 2, Birgir Már Birgisson 1.
Varin skot: Birkir Fannar Bragson 13, 38,2%, Phil Döhler 0.

Öll tölfræði leiksins hjá HBStatz.

Staðan í Olísdeild karla.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -