- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

FH-ingar eru komnir í efsta sætið á ný

FH-ingurinn Jóhannes Berg Andrason skoraði 9 mörk í 10 skotum gegn Fjölni í kvöld Hér hann í leik við Fjölni í fyrri umferðinni fyrir áramót. Ljósmynd/J.L.Long
- Auglýsing -


Íslandsmeistarar FH voru ekki lengi að endurnýja kynni sín af efsta sæti Olísdeildar karla í handknattleik í kvöld en Fram hrifsaði af FH efsta sætið í gærkvöld með sigri á KA. FH-ingar unnu stórsigur á Fjölni í Fjölnishöllinni, 38:22, eftir að hafa verið sex mörkum yfir í hálfleik.


FH hefur þar með 25 stig í efsta sæti og stendur betur að vígi gagnvart Fram þegar litið er til innbyrðis leikja. Afturelding og Valur eru skammt á eftir þegar liðin eiga fjóra leiki eftir hvert að Valsmönnum undanskildum. Þeir eiga fimm viðureignir eftir.
Eins og úrslitin gefa til kynna var um harla ójafnan leik að ræða í Fjölnishöllinni í kvöld. Ekki síst þegar kom fram í síðari hálfleik. Fjölnismenn eiga erfiða baráttu fyrir höndum að berjast fyrir tilverurétti sínum í deildinni á næstu leiktíð.

FH-ingar léku af fullum þunga til leiksloka þrátt fyrir að þetta væri þriðji leikur liðsins á viku. Undir lokin fengu lítt reyndari leikmenn tækifæri til að spreyta sig. Þar á meðal Brynjar Narfi Arndal sem er aðeins 14 ára. Hann var í þriðja sinn á skýrslu hjá FH í kvöld og kom inn á völlinn í fyrsta sinn. Brynjar Narfi er yngsti handknattleiksmaðurinn sem tekur þátt í leik í efstu deild karla í handknattleik, eftir því sem næst verður komist.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.


Mörk Fjölnis: Björgvin Páll Rúnarsson 7/3, Gísli Rúnar Jóhannsson 4/1, Elvar Þór Ólafsson 3, Óli Fannar Pedersen 2, Alex Máni Oddnýjarson 2, Tómas Bragi Starrason 1, Róbert Dagur Davíðsson 1, Gunnar Steinn Jónsson 1, Victor Máni Matthíasson 1.
Varin skot: Bergur Bjartmarsson 6, 17,6% – Sigurjón Ágúst Sveinsson 2, 18,2%.
Mörk FH: Jóhannes Berg Andrason 9, Garðar Ingi Sindrason 7, Einar Örn Sindrason 5, Ásbjörn Friðriksson 4/2, Leonharð Þorgeir Harðarson 4, Jón Bjarni Ólafsson 3, Jakob Martin Ásgeirsson 3, Símon Michael Guðjónsson 2, Gunnar Kári Bragason 1.
Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 16, 47,1% – Birkir Fannar Bragason 1/1, 25%.

Tölfræði HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -