- Auglýsing -
FH heldur sínu striki í þriðja sæti Grill66-deildar kvenna og kemur í humátt á eftir ÍR og Selfoss sem eru fyrir ofan þremur stigum á undan. FH vann í dag ungmennalið Stjörnunnar með átta marka mun í TM-höllinni í Garðabæ, 30:22, eftir að hafa verið fjórum mörkum yfir þegar fyrri hálfleikur var að baki.
Sonja Lind Sigsteinsdóttir átti stórleik fyrir Stjörnuliðið og skoraði helming marka liðsins, 11. Fanney Þóra Þórsdóttir, fyrirliði FH, var atkvæðamest í Hafnarfjarðarliðinu með níu mörk.
Ragnhildur Edda Þórðardóttir lék sinn fyrsta leik með FH eftir að hún var lánuð til liðsins frá Val fyrir nokkrum dögum.
Mörk Stjörnunnar U.: Sonja Lind Sigsteinsdótir 11, Thelma Sif Sófusdóttir 4, Birta María Sigmundsdótir 2, Katla María Magnúsdóttir 2, Hanna Guðrún Hauksdóttir 2, Anna Sólbjörg Högnadóttir 1.
Mörk FH: Fanney Þóra Þórsdóttir 9, Emma Havin Sardarsdóttir 6, Ragnhildur Edda Þórðardóttir 5, Hildur Guðjónsdóttir 3, Emilía Ósk Steinarsdóttir 3, Karen Hrund Logadóttir 2, Arndís Sara Þórsdóttir 1, Aþena Arna Ágústsdóttir 1.
Stöðuna og næstu leiki í Grill66-deild kvenna má sjá hér.
- Auglýsing -