- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

FH-inga hertust við mótlætið

Ásbjörn Friðriksson og félagar sækja ÍBV heim í dag. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

FH varð fyrst liða til þess að leggja ÍBV í Olísdeild karla í Vestmannaeyjum þegar liðin mættust þar í hörkuleik í dag í 7. umferð deildarinnar, 29:28. Einar Bragi Aðalsteinsson skoraði sigurmarkið sem tryggði FH stigin tvö. FH komst þar með upp að hlið ÍBV. Hvort lið hefur átta stig að loknum sjö umferðum.


ÍBV var fjórum mörkum yfir í hálfleik, 16:12, eftir að hafa ráðið lögum og lofum, ekki síst síðasta stundarfjórðung hálfleiksins.


Sóknarleikur FH gjörbreyttist í síðari hálfleik. Hann varð hraðari og markvissari. Um leið tókst að saxa niður forskot Eyjamanna. FH komst yfir í fyrsta sinn í síðari hálfleik, 20:19. Eftir það var leikurinn í járnum.


Tveir leikmenn FH fengu rautt spjald með mínútu millibili þegar liðlega 10 mínútur voru eftir. Fyrst Jóhann Birgir Ingvarsson og síðan Ágúst Birgisson. Leikmenn FH þéttu raðirnar við rauðu spjöldin og tóku frumkvæðið í leiknum þótt leikmannahópurinn væri orðinn æði fámennur. Leonharð Þorgeir Harðarson meiddist í síðari hálfleik og kom ekkert meira við sögu og Ásbjörn Friðriksson hélt sig til hlés.


Ungu mennirnir hjá FH, Einar Bragi Aðalsteinsson, Einar Örn Sindrason og Jóhannes Berg Andrason drifu sigurinn í hús ásamt Phil Döhler og Birgir Má Birgissyni.


Mörk ÍBV: Rúnar Kárason 10, Kári Kristján Kristjánsson 5/2, Elmar Erlingsson 3, Janus Dam Djurhus 3, Arnór Viðarsson 2, Gabríel Martinez Róbertsson 2, Theodór Sigurbjörnsson 1, Dánjal Ragnarsson 1, Petar Jokanovic 1.
Varin skot: Petar Jokanovic 10/2, 33,3%.
Mörk FH: Einar Bragi Aðalsteinsson 6, Einar Örn Sindrason 6/3, Jakob Martin Ásgeirsson 3, Jón Bjarni Ólafsson 3, Jóhannes Berg Andrason 3, Birgir Már Birgisson 3, Ágúst Birgisson 2, Ásbjörn Friðriksson 1/1, Leonharð Þorgeir Harðarson 1, Phil Döhler 1.
Varin skot: Phil Döhler 13/1, 38,2%.

Staðan í Olísdeild karla: (uppfærð eftir alla leiki dagsins).

Valur7601225 – 18712
Fram7331203 – 1989
Afturelding7322198 – 1849
Selfoss7412215 – 2009
FH7322192 – 1978
ÍBV7322242 – 2068
Stjarnan6222169 – 1716
Haukar6213164 – 1635
Grótta6213168 – 1645
KA6213167 – 1745
ÍR7205192 – 2454
Hörður7007200 – 2460

Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -