- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

FH-ingar jöfnuðu metin – Aron kom, sá og sigraði

Ljósmynd/J.L.Long
- Auglýsing -

FH jafnaði metin í úrslitarimmunni við Aftureldingu um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik með eins marks sigri, 28:27, að Varmá í kvöld að viðstöddum á annað þúsund áhorfendum í frábærri stemningu. Hvort lið hefur nú einn vinning en þrjá þarf til þess að verða Íslandsmeistari.
FH var tveimur mörkum yfir í hálfleik.

Þriðja viðureign liðanna verður í Kaplakrika á sunnudagskvöld og hefst klukkan 19.40.

Ágúst Birgisson, Blær Hinriksson, Jóhannes Berg Andrason og Birgir Steinn Jónsson. Ljósmynd/J.L.Long

Aron Pálmarsson mætti til leiks með FH í kvöld eftir að hafa verið fjarverandi vegna meiðsla, m.a. í fyrsta leik liðanna. Óhætt er að segja að framganga hans hafi riðið baggamuninn fyrir FH-liðið. Hann greip í taumana þegar erfiðleikar steðjuðu að og höggva þurfti á hnúta. Hann skoraði sex mörk og skapaði jafn mörg marktækifæri auk þess að vera Aftureldingarvörninni stöðug ógn.

Jóhannes Berg Andrason átti einnig afbragðsgóðan leik.

Varnarleikur FH var betri en í fyrsta leiknum.

Jakob Aronsson, Aftureldingu, og Daníel Matthíasson, FH. Ljósmynd/J.L.Long

Hafi herslumun vantað upp á hjá FH á sunnudaginn vantaði e.t.v. þann sama herslumun upp á hjá Aftureldingu í kvöld. Sóknir undir lokin skiluðu ekki marki. Ein endaði með ruðningi, önnur með sláarskoti og sú þriðja með stangarskoti.

Þessi rimma er rétt að hefjast.

Mörk Aftureldingar: Þorsteinn Leó Gunnarsson 7, Blær Hinriksson 5/2, Birkir Benediktsson 4, Jakob Aronsson 4, Ihor Kopyshynskyi 4, Birgir Steinn Jónsson 2, Árni Bragi Eyjólfsson 1.
Varin skot: Jovan Kukobat 12/1, 42,9% – Brynjar Vignir Sigurjónsson 3, 21,4%

Mörk FH: Símon Michael Guðjónsson 7/5, Jóhannes Berg Andrason 7, Aron Pálmarsson 6, Ásbjörn Friðriksson 5, Birgir Már Birgisson 1, Jón Bjarni Ólafsson 1, Ágúst Birgisson 1.
Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 10/1, 27,8%.

Handbolti.is var að Varmá og fylgdist með leiknum í textalýsingu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -