- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

FH og Afturelding efst þegar deildin er hálfnuð – HK og KA lyftu sér af botninum

Kátir KA-menn eftir sigurinn á Fjölni í kvöld. Ljósmynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -


FH og Afturelding sitja áfram efst og jöfn í Olísdeild karla í handknattleik eftir að bæði lið unnu andstæðinga sína í kvöld. FH vann stórsigur á ÍR, 41:24, á heimavelli ÍR í Skógarseli á sama tíma og Afturelding lagði Gróttu, 32:28, að Varmá. FH og Afturelding hafa 17 stig hvort nú þegar helmingur leikja Olísdeildar eru að baki.


Valur stöðvaði sigurgöngu Hauka síðustu vikur í deild, bikar og Evrópukeppni með fjögura marka sigri í Ásvöllum, 33:29. Valur er stigi á eftir efstu liðunum tveimur og um leið stigi fyrir ofan Fram sem lagði Stjörnuna í gær.

Eftir leiki 11. umferðar hafa fjögur lið, FH, Afturelding, Valur og Fram aðeins slitið sig frá öðrum liðum deildarinnar.

Neðstu liða Olísdeildar fyrir leikina í kvöld, HK og KA, unnu viðureignir sínar. HK tókst loksins að sýna sínar réttu liða og lagði ÍBV, 32:24, í Kórnum. Sannfærandi sigur hjá HK-ingum.
Norðmaðurinn Nicolai Horntvedt Kristensen átti stórleik þegar KA hafði betur gegn Fjölni, 27:23, í KA-heimilinu.

ÍR rekur lestina í Olísdeildinni með fimm stig þegar hvert lið deildarinnar hefur leikið 11 sinnum. Fjölnir er stigi fyrir ofan.

Staðan og næstu leikir í Olísdeildum.

KA – Fjölnir 27:23 (15:11).
Mörk KA: Ott Varik 7, Einar Rafn Eiðsson 6/3, Dagur Árni Heimisson 4, Bjarni Ófeigur Valdimarsson 4, Daði Jónsson 2, Patrekur Stefánsson 2, Jens Bragi Bergþórsson 1, Einar Birgir Stefánsson 1.
Varin skot: Nicolai Horntvedt Kristensen 20, 48,8% – Bruno Bernat 1/1, 50%.
Mörk Fjölnis: Björgvin Páll Rúnarsson 7/4, Viktor Berg Grétarsson 3, Óðinn Freyr Heiðmarsson 3, Alex Máni Oddnýjarson 2, Gísli Rúnar Jóhannsson 2, Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson 2, Gunnar Steinn Jónsson 2, Brynjar Óli Kristjánsson 1, Haraldur Björn Hjörleifsson 1.
Varin skot: Sigurður Ingiberg Ólafsson 15/2, 37,5% – Bergur Bjartmarsson 0.

Tölfræði HBStatz.

Nicolai Horntvedt Kristensen markvörður KA átti stórleik í kvöld. Hér ver hann skot frá Brynjari Óla Kristjánssyni leikmanni KA. Ljósmynd/Egill Bjarni Friðjónsson

ÍR – FH 24:41 (13:18).
Mörk ÍR: Jökull Blöndal Björnsson 5/2, Bernard Kristján Darkoh 4, Egill Skorri Vigfússon 4, Eyþór Ari Waage 2, Baldur Fritz Bjarnason 2, Hjálmtýr Daníel Björnsson 2, Viktor Freyr Viðarsson 1, Andri Freyr Ármannsson 1, Sigurvin Jarl Ármannsson 1, Bjarki Steinn Þórisson 1, Hrannar Ingi Jóhannsson 1.
Varin skot: Ólafur Rafn Gíslason 13, 29,5% – Alexander Ásgrímsson 5, 33,3%
Mörk FH: Birgir Már Birgisson 9, Jóhannes Berg Andrason 6, Jón Bjarni Ólafsson 5, Garðar Ingi Sindrason 5, Leonharð Þorgeir Harðarson 5, Símon Michael Guðjónsson 3, Gunnar Kári Bragason 3, Ásbjörn Friðriksson 2, Ingvar Dagur Gunnarsson 1, Ómar Darri Sigurgeirsson 1, Einar Örn Sindrason 1.
Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 16/3, 42,1% – Birkir Fannar Bragason 5/1, 71,4%.

Tölfræði HBStatz.

Haukar – Valur 29:33 (14:18).
Mörk Hauka: Brynjólfur Snær Brynjólfsson 7/4, Birkir Snær Steinsson 7, Skarphéðinn Ívar Einarsson 5, Össur Haraldsson 3, Andri Fannar Elísson 2, Hergeir Grímsson 2, Þráinn Orri Jónsson 1, Adam Haukur Baumruk 1, Jakob Aronsson 1.
Varin skot: Vilius Rasimas 7, 31,8% – Aron Rafn Eðvarðsson 0.
Mörk Vals: Agnar Smári Jónsson 7, Úlfar Páll Monsi Þórðarson 7/3, Bjarni Í Selvindi 5, Magnús Óli Magnússon 4, Andri Finnsson 3, Viktor Sigurðsson 3, Kristófer Máni Jónasson 2, Allan Norðberg 1, Miodrag Corsovic 1.
Varin skot: Björgvin Páll Gústavsson 14/1, 32,6%.

Tölfræði HBStatz.

HK – ÍBV 32:24 (13:12).
Mörk HK: Andri Þór Helgason 7/3, Ágúst Guðmundsson 7, Leó Snær Pétursson 5, Hjörtur Ingi Halldórsson 3, Aron Dagur Pálsson 3, Sigurður Jefferson Guarino 3, Haukur Ingi Hauksson 2, Kári Tómas Hauksson 1, Styrmir Máni Arnarsson 1.
Varin skot: Jovan Kukobat 13/2, 37,1%.
Mörk ÍBV: Andri Erlingsson 6/1, Sigtryggur Daði Rúnarsson 6/1, Daniel Esteves Vieira 5, Sveinn Jose Rivera 3, Gauti Gunnarsson 2/1, Adam Smári Sigfússon 1, Kristófer Ísak Bárðarson 1.
Varin skot: Pavel Miskevich 9, 29% – Petar Jokanovic 3, 23,1%.

Tölfræði HBStatz.

Haraldur Björn Hjörleifsson leikmaður Fjölnis meiddist í leiknum við KA í kvöld, Victor Máni Matthíasson og Brynjar Óli Kristjánsson aðstoða félaga sinn af leikvelli. Ljósmynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Afturelding – Grótta 32:28 (18:14).
Mörk Afturelding: Blær Hinriksson 9, Stefán Magni Hjartarson 5, Kristján Ottó Hjálmsson 5, Birgir Steinn Jónsson 4, Árni Bragi Eyjólfsson 4, Ævar Smári Gunnarsson 2, Ihor Kopyshynskyi 2, Þorvaldur Tryggvason 1.
Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 11, 30,6% – Brynjar Vignir Sigurjónsson 3, 60%.
Mörk Gróttu: Gunnar Hrafn Pálsson 7/1, Jón Ómar Gíslason 5/1, Ágúst Ingi Óskarsson 3, Sæþór Atlason 2, Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha 2, Atli Steinn Arnarson 2, Elvar Otri Hjálmarsson 1, Hannes Grimm 1, Ari Pétur Eiríksson 1, Alex Kári Þórhallsson 1, Gunnar Dan Hlynsson 1, Bessi Teitsson 1, Magnús Gunnar Karlsson 1.
Varin skot: Hannes Pétur Hauksson 12, 37,5% – Magnús Gunnar Karlsson 1, 7,7%.

Tölfræði HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -