- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

FH tók ÍBV í kennslustund í síðari hálfleik

FH-ingarnir Jón Bjarni Ólafsson og Aron Pálmarsson náðu einstaklega vel saman í kvöld. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

FH-ingar tóku Íslandsmeistara ÍBV í kennslustund í síðari hálfleik í Kaplakrika í kvöld og unnu öruggan sigur, 35:27, eftir jafna stöðu í hálfleik, 14:14. FH er þar með einu stigi á eftir Val í öðru sæti deildarinnar með 13 stig. ÍBV er í fimmta sæti með níu stig og hefur misst tvö efstu liðin nokkuð frá sér.


Fyrri hálfleikur var fremur slakur af beggja hálfu. Talsvert var um einföld mistök á báða bóga hjá liðunum. Leikmönnum voru mislagðar hendur auk þess sem talsvert af opnum færum fóru forgörðum. Öflugir markverður sáu til þess. Eyjamenn voru sterkari ef eitthvað var og náðu þriggja marka forskoti í tvígang. FH-ingum tókst að jafna metin fyrir hálfleik, 14:14, með því að skora fjögur af síðustu fimm mörkunum.

Birgir Már Birgisson að skora eitt fimm marka sinn fyrir FH án þess að Petar Jokanovich markvörður ÍBV fái rönd við reist. Mynd/J.L.Long

Ljóst er að Sigursteinn Arndal þjálfari FH hefur farið vel yfir málin með sínum mönnum í hálfleik. Allt annað FH-lið mætti til leiks, alltént virtist hugarfarið vera allt annað. Vörnin small og áður en hendi var veifað var FH komið með fimm marka forskot, 19:14, og síðar 20:14. Eyjamenn áttu engin svör við öflugum varnarleik FH og markvörslu Daníels Freys Andréssonar. Upp úr þessu kom hvert hraðaupphlaupið á fætur öðru. FH-ingar gerðu út um leikinn og voru með öll ráð í hendi sér upp úr miðjum hálfleiknum.

Einar Örn Sindrason, FH, að skora úr vítakasti. Pavel Miskevich markvörður ÍBV var nærri búnn að verja. Mynd/J.L.Long


Sem fyrr segir þá sýndi FH-liðið allar sínar bestu hliðar í síðari hálfleik. Aron Pálmarsson átti stórleik. Hann skoraði 9 mörk og átti sex sköpuð færi. Daníel Freyr var einnig frábær og eiginlega er hægt að tala um liðið í heild. Stórbrotnar 30 mínútur.

Skarð var fyrir skildi hjá ÍBV að bræðurnir Arnór og Ívar Bessi Viðarssynir tóku ekki þátt í leiknum.

Staðan og næstu leiki í Olísdeildum.

Mörk FH: Aron Pálmarsson 9, Birgir Már Birgisson 5, Jón Bjarni Ólafsson 4, Jóhannes Berg Andrason 3, Einar Bragi Aðalsteinsson 3, Jakob Martin Ásgeirsson 3, Einar Örn Sindrason 3/2, Ásbjörn Friðriksson 2/1, Leonharð Þorgeir Harðarson 1, Ágúst Birgisson 1, Símon Michael Guðjónsson 1.
Varin skot: Daníel Freyr Andrésson 15/2, 38,5 – Axel Hreinn Hilmisson 0.

Mörk ÍBV: Sigtryggur Daði Rúnarsson 7/1, Daniel Esteves Vieira 5, Elmar Erlingsson 4, Kári Kristján Kristjánsson 3, Dagur Arnarsson 2, Gabríel Martinez Róbertsson 2, Gauti Gunnarsson 2, Breki Þór Óðinsson 1, Sveinn Jose Rivera 1.
Varin skot: Petar Jokanovic 9, 25,7% – Pavel Miskevich 3/1, 27,3%

Handbolti.is var í Kaplakrika og fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -