- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fimm ára bið Györi á enda – kveðjstund hjá Oftedal, Solberg og Gros

Evrópumeistarar Györ fagna langþráðum sigri í Meistaradeildinni í byrjun júní. Ljósmynd/EHF/kolektiff images
- Auglýsing -

Ungverska handknattleiksliðið vann Györi Audi ETO KC vann þýska meistaraliðið Bietigheim, 30:24, í úrslitaleik Meistaradeildar kvenna í MWM Dome-íþróttahöllinni í Búdapest. Þetta er í sjötta sinn sem Györi Audi ETO KC stendur uppi sem sigurvegari í keppninni og fyrsta skipti frá árinu 2019. Vorið 2019 vann ungverska liðið þriðja árið í röð.

Esbjerg hreppti bronsverðlaunin með fjögurra marka sigri á Metz, 37:33. Danska meistaraliðið hefur ekki áður unnið til verðlauna í Meistaradeildinni. Norsku landsliðskonurnar Nora Mørk og Henny Reistad fóru hamförum í leiknum og skoruðu 13 mörk hvor fyrir Esbjerg.

Bietigheim, sem tók þátt í úrslitahelgi Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn og vann Metz í undanúslitum á laugardaginn, náði sér aldrei á strik í úrslitaleiknum. Györi Audi ETO KC hafði yfirhöndina frá upphafi til enda, m.a. var staðan 17:12 að loknum fyrri hálfleik í rífandi góðri stemningu með 18.500 áhorfendum í MVM Dome. Flestir skiljanlega á bandi Györi sem er reyndar ekki með bækistöðvar í Búdapest.

Stine Bredal Oftedal, besti eða mikilvægasti leikmaður úrslitahelgar Meistaradeildar Evrópu. Hún er að kveðja svið handknattleiksins. Ljósmynd/EHF/kolektiff images

Kveðjustund Oftedal

Norska landsliðskonan Stine Oftedal var valin mikilvægasti leikmaður úrslitahelgarinnar. Hún lék sinn síðasta leik með Györi í gær og hyggst ljúka handknattleiksferlinum í sumar að loknum Ólympíuleikunum í París. Oftedal hefur leikið með Györi í sjö ár og unnið Meistaradeildina þrisvar auk fjölda lands- og bikartitla í Ungverjalandi.

Oftedal, sem er ein fremsta handknattleikskona síðari, er 32 ára gömul. Unnusti hennar til nokkurra ára, þýski handknattleiksmaðurinn Rune Damke, leikur með THW Kiel.

Fleiri breytingar verða hjá Györi í sumar. Silje Solberg markvörður flytur heim í sumar og gengur til liðs við Vipers og stórskyttan Ana Gros tekur einnig saman föggur sína og heldur heim til Slóveníu. Gros leikur á næstu leiktíð með Krim Ljubljana.

Úrslitaleikur:
Györi Audi ETO KC – SG BBM Bietigheim 30:24 (17:12).
Mörk Györi: Ana Gros 6, Kari Brattset Dale 6, Viktória Gyori-Lukács 5, Line Haugsted 3, Nadine Szollosi-Schatzl 3, Veronica Kristiansen 2, Csenge Réka Fodor 2, Estelle Nze Minko 2, Bruna Aparecida Almeida de Paula 1.
Varin skot: Silje Solberg 16, 42,1% – Sandra Toft 0.
Mörk Bietigheim: Sofia Hvenfelt 5, Inger Smits 3, Karolina Kudlacz-Gloc 3, Veronika Mala 3, Kaba Gassama Cissokho 2, Antje Döll 2, Kelly Dulfer 2, Xenia Smits 2, Dorottya Falyvégi 2.
Varin skot: Gabriela Goncalves Dias Moreschi 6, 21% – Sarah Nørklit Lønborg 4, 36%.

Bronsleikur:
Team Esbjerg – Metz Handball 37:33 (18:18).
Mörk Esbjerg: Nora Mørk 13, Henny Reistad 13, Sanna Solberg-Isaksen 4, Rikke Iversen 3, Anna Tolstrup Petersen 2, Kaja Kamp Nielsen 1, Kristine Breistøl 1.
Varin skot: Annna Opstrup Kristensen 6, 21% – Amalie Milling 0.
Mörk Metz: Alina Grijseels 10, Sarag Bouktit 7, Kristina Jøregensen 6, Anne Mette Hansen 4, Chloé Valentini 3, Lucie Granier 2, Louise Katharina Vinter Burgaard 1.
Varin skot: Hatadou Sako 11, 24% – Camille Depuiset 0.

Samantekt frá úrslitaleiknum á myndskeiði:

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -