- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fimm marka sigur á Noregi á Ásvöllum

Andrea Jacobsen landsliðskona og leikmaður Silkeborg-Voel. Mynd/Mummi Lú
- Auglýsing -


Íslenska landsliðið í handknattleik kvenna vann B-landslið Noregs á sannfærandi hátt með fimm marka mun í fyrri viðureign liða þjóðanna á Ásvöllum í kvöld, 31:26, eftir að hafa verið marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 15:14.

Liðin mætast á ný á Ásvöllum á laugardaginn en leikirnir eru liður í undirbúningi íslenska landsliðsins fyrir viðureignir gegn Ungverjum í umspili um HM sæti í fyrri hluta næsta mánaðar.
Varnarleikur og markvarslan var góð hjá íslenska landsliðinu í kvöld, ekki síst í síðari hálfleik og framan af þeim fyrri.

Thea Imani Sturludóttir að skora eitt fimm marka sinna. Mynd/Mummi LÚ

Sóknarleikurinn gekk á köflum afar vel enda skoraði liðið 31 mark en fór þar á ofan með nokkur opin færi og tvö vítaköst.

Hafdís Renötudóttir átti stórleik í markinu í síðari hálfleik. Mynd/Mummi Lú


Norska liðið er skipað leikmönnum sem leika með félagsliðum í úrvalsdeildinni í heimalandinu, t.d. hjá Vipers og Storhamar auk a.m.k. eins leikmanns úr dönsku úrvalsdeildinni. Norsku konurnar komust aldrei yfir í leiknum.


Mörk Íslands: Andrea Jacobsen 6, Sandra Erlingsdóttir 5, Thea Imani Sturludóttir 5, Þórey Rósa Stefánsdóttir 4, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 3, Elín Klara Þorkelsdóttir 2, Rut Arnfjörð Jónsdóttir 2, Steinunn Björnsdóttir 2, Perla Rut Albertsdóttir 1, Þórey Anna Ásgeirsdóttir 1.
Varin skot: Hafdís Renötudóttir 10, Elín Jóna Þorsteinsdóttir 4.

Handbolti.is fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -