- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fimm marka sigur í Zaporozhye

Sandor Sagosen, leikmaður Kiel, sækir að marki Zagreb í leik liðanna í kvöld. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Spænska meistaraliðið Barcelona byrjaði keppnistímabilið í Meistaradeild karla með öruggum sigri á úkraínska liðinu MotorZaporozhye, 30:25, en leikið var í Úkraínu í kvöld. Aron Pálmarsson skoraði eitt mark fyrir Barcelona í leiknum en liðið var með tveggja marka forskot í hálfleik, 14:12.

Gintaras Savukynas, sem lék og þjálfaði hér á landi árum saman, er þjálfari Motor Zaporozhye og Roland Eradze er aðstoðarþjálfari.

Aleix Gómes Albelló skoraði 10 mörk fyrir Barcelona í leiknum og Luka Cindric var næstur með fimm. Aidenas Malasiknkas skoraði sjö fyrir Motor og var markhæstur.

Þýska liðið Kiel vann stórsigur á Zagreb í Meistaradeildinni. Liðin mættust í Króatíu, lokatölur, 31:21. Norðmaðurinn Sandor Sagosen skoraði sjö mörk og var markahæstur hjá Kiel. Niklas Ekberg skoraði sex mörk. Filip Vistorop skoraði sex mörk fyrir heimaliðið, sem var langt á eftir þýska liðinu frá upphafi til enda.

Norska liðið Elverum vann Porto í í lokaleik kvöldsins í keppninni, 30:28, og verður það að teljast fremur óvænt, ekki síst í ljósi þess að leikurinn fór fram í Portó.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -