- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fimm þúsund áhorfendur á fyrstu heimaleikjum Ómars og Gísla

Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon fagna með samherjum sínum eftir sigur í Evrópudeildinni vor. Mynd/SC Magdeburg
- Auglýsing -

Þýska handknattleiksliðið SC Magdeburg sem Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson leika með stefnir á að selja alls 10.000 aðgöngumiða á fyrstu tvo heimaleiki liðsins í þýsku 1. deildinni, 9. og 16. september. Félagið greindi frá þessu í dag og segir að það eigi vel að vera gerlegt að taka við 5.000 áhorefndum á hvorn leik. Um er að ræða algjör stakkaskipti frá síðasta keppnistímabili þegar liðið lék fyrir luktum dyrum svo að segja allt tímabilið eins og önnur lið í þýska handknattleiknum.


Þeir sem ætla að koma á heimaleikina verða að uppfylla eitthvað af eftirfarandi, vera full bólusettir, hafa fengið kórónuveiruna og þannig öðlast mótefni eða sýna fram á nýja og neikvæða niðurstöðu úr skimun.
Aðeins verður selt í sæti og þeir sem hafa verið ársmiðahafar njóta forgangs áður en almenn miðasala hefst.


Æfingamót stóð yfir í síðustu viku í keppnishöllinni í Magdeburg og lauk um síðustu helgi. Mótið gekk að óskum utan vallar sem innan þrátt fyrir að 3.000 áhorfendur hafi mætt í keppnishöllina á hverjum leikdegi. Af þessu leiðir að forráðamenn Magdeburg vilja freista þess að fá fleiri áhorfendur á fyrstu leikina í deildarkeppninni.


Stuðningsmenn Magdeburg eru taldir vera hópi þeirra traustustu í Þýskalandi. Óvíða var betri stemningu að finna í keppnishöllum Þýskalands á kappleikjum en í Getec Arena í Magdeburg áður en kórónuveiran tók að herja á heiminn. Getec Arena rúmar rétt liðlega 8.000 manns í sæti.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -