- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fimmtán dýrar mínútur

Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Fimmtán svartnættis mínútur í upphafi síðari hálfleiks gegn Austurríki reyndust íslenska landsliðinu dýrar í lokaleik sínum á Evrópumótinu í handknattleik. Íslenska liðið missti niður sex marka forskot, 14:8, í hálfleik niður í 15:16 í fyrri hluta hálfleiksins. Íslendingum tókst að vinna leikinn eftir nokkurn barning, 26:24.

Aftur og enn átti markvörður andstæðinganna, að þessu sinni Constantin Möstl, stórleik með 20 skot varin.

Fimm marka sigur var nauðsynlegur til að ná þráðu sæti í forkeppni Ólympíuleikanna. Eina vonin er nú um sætið góða er að Ungverjar kræki í stig gegn Frökkum á eftir.

Eftir misjafna byrjun tók íslenska landsliðið öll völd á leikvellinum eftir 10 mínútur og lék við hvern sinn fingur. Viktor Gísli Hallgrímsson var frábær í markinu með 10 skot varin og varnarleikurinn eins og best var á kosið. Sóknarleikurinn gekk all vel, alltént skiluðu hraðaupphlaup mörgum góðum mörkum.
Íslenska liðið fór með byr í seglum, sex marka forskot, inn í síðari hálfleikinn. Allt virtist leika í lyndi. Svo reyndist ekki vera.


Upphafskaflinn í síðari hálfleikur var slæmur. Möstl markvörður skellti í lás og varði allt hvað af tók. Varnarleikurinn var ekki eins öflugur í fyrri hálfleik.

Austurríkismenn komst yfir. Íslenska liðinu tókst aðeins að sýna klærnar á ný undir lokin og vinna, en sigurinn var of lítill.
Leikurinn var e.t.v. spegilmynd af frammistöðunni í keppninni. Mjög góðir kaflar í vörn sem sókn, prýðileg markvarsla og síðan algjör andstæða.

Axarskaft eftir axarskaft

Ekki verður skilið við leikinn án þess að minnast á frammistöðu Svartfellingarnir Milos Raznatovic og Ivan Pavicevic. Þeir gerðu hvert axarskaftið á fætur öðru en virtist býsna góðir með sig þegar upp var staðið. Gera verður kröfu um að reyndari og glöggari dómarar dæmi leiki á stórmótum þegar mikið er í húfi hjá báðum liðum sem taka þátt.

Mörk Íslands: Sigvaldi Björn Guðjónsson 8, Aron Pálmarson 7, Viggó Kristjánsson 3/1, Haukur Þrastarson 3, Elliði Snær Viðarsson 2, Janus Daði Smárason 2, Ómar Ingi Magnússon 1.
Varin skot: Viktor Gísli Hallgrímsson 12, 42,8% – Björgvin Páll Gústavsson 2, 22,2%.
Mörk Austurríkis: Tobias Wagner 7, Robert Weber 5, Mykola Bilyk 4, Boris Zivkovic 3, Lukas Hutecek 2, Markus Mahr 1, Sebastian Frimmel 1, Lukas Herburger 1.
Varin skot: Constantin Möstl 20, 44,4%.

Öll tölfræði leiksins hjá HBStatz.

Handbolti.is var í Lanxess Arena í Köln og fylgdist með leiknum í textalýsingu hér fyrir neðan.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -