- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fimmti sigur Noregs á HM – úrslitaleikur annað kvöld

Stine Bredal Oftedal og Camille Herrem leikmenn norska landsliðsins. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Heims- og Evrópumeistarar Noregs tryggðu sér í gærkvöld sæti í átta liða úrslitum heimsmeistaramótsins í handknattleik kvenna með öruggum sigri á landsliði Slóveníu, 34:21, í Þrándheimi. Annað kvöld mætast Noregur og Frakkland í lokaumferð í milliriðli tvö í úrslitaleik um efsta sætið.


Slóvena héldu í við Norðmenn fyrsta stundarfjórðunginn í gær. Eftir það skildu leið og norska liðið, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, lék við hvern sinn fingur.

Mikil breidd

„Ég held að við höfum ekki lengi verið með eins góða breidd í leikmannahópnum. Hvort það skila okkur alla leið kemur síðar í ljós,“ sagði miðjukonan Stine Oftedal í samtali við TV2 í Noregi eftir sigurinn í gær.

Oftedal skoraði fimm mörk í leiknum en alls skoruðu 12 leikmenn liðsins a.m.k. eitt mark að þessu sinni svo enn einu sinni náði Þórir að dreifa álaginu vel á milli leikmanna. Camilla Herrem var markahæst og það ekki í fyrsta sinn á mótinu. Hún skoraði sex mörk.

Öflugir markverðir

Silje Solberg og Katrine Lunde skiptu leiknum á milli sín í marki Noregs og voru með 39% hlutfallsmarkvörslu.

Alja Varagić var atkvæðamest í slóvenska liðinu með fimm mörk. Stórskyttan Ana Gros komst lítt áleiðis og skoraði aðeins fjögur mörk.

Hollendingar flugu áfram

Hollendingar eru efstir í milliriðli fjögur og eiga sæti í átta liða úrslitum víst. Hollenska landsliðið vann úkraínska landsliðið með miklum yfirburðum í síðasta leik gærkvöldsins í Frederikshavn, 40:21. Tékkland, Spánn og Brasilía eiga möguleika á að fylgja Hollendingum eftir í átta liða úrslit í milliriðli fjögur.

Eldrhressir leikmenn hollenska landsliðsins þegar sæti í átta liða úrslitum á HM var í Frederikshavn í gær


Lois Abbingh skoraði átta mörk fyrir hollenska landsliðið og var markahæst. Kelly Vollebregt var næst með sex mörk.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -