- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fínt að hreinsa hugann með góðri æfingu

Sandra Erlingsdóttir skorar úr vítakasti í leik við Angóla á HM í byrjun desember. Mynd/Carina Johansen - EPA
- Auglýsing -

„Það er fínt að góða æfingu í dag og hreinsa hugann. Eftir það verður maður klár í næsta slag,“ sagði Sandra Erlingsdóttir landsliðskona og markahæsti leikmaður íslenska lansliðsins á HM þegar handbolti.is hitti hana að máli fyrir æfingu íslenska landsliðsins í Frederikshavn í dag, sólarhring fyrir fyrsta leik í forsetabikarkeppni heimsmeistaramótsins, gegn landsliði Grænlands.

Skemmtilegt verkefni

„Við lítum á þetta sem skemmtilegt verkefni til þess að vinna. Það er að minnsta kosti markmiðið,“ sagði Sandra sem á von á fjölbreyttum leikjum gegn Grænlandi, Paragvæ og Kína sem hún telur að geti verið með hörkulið.

„Við vitum að Grænlendingar leika mikið sjö á sex í sókninni. Þar af leiðandi mun reyna talsvert á okkur gegn þeim. Það verður krefjandi fyrir okkur,“ sagði Sandra.

Hluti af því að taka þátt

Spurð hvort leikmenn hafi ýtt frá sér vonbrigðunum eftir að hafa misst naumlega af sæti í milliriðlakeppninni sagðist Sandra ekki reikna með öðru en að allar komi þær af fullum þunga inn í leikina fjóra sem framundan eru um forsetabikarinn.

„Það hluti af því að taka þátt í stórmóti, að geta ýtt því liðna frá sér og einbeitt sér að næsta verkefni. Ekki sitja of lengi í einhverjum sem er búið og gert og maður getur ekki leikið upp á nýtt. Það er að komast í nýtt umhverfi og hefja nýjan kafla í mótinu,“ sagði Sandra Erlingsdóttir landsliðskona í handknattleik í samtali við handbolta.is í dag.

HM kvenna ´23: Forsetabikar: leikir, úrslit, staðan

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -