- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fjögur af fimm komust í átta liða úrslit í Noregi

Orri Freyr Þorkelsson. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Fjögur svokölluð Íslendingalið komust í dag í átta liða úrslit norsku bikarkeppninnar í handknattleik. Orri Freyr Þorkelsson var markahæstur hjá Elverum með sex mörk þegar liðið vann stórsigur á Sandnes, 40:22.


Sigvaldi Björn Guðjónsson var einnig markahæstur í öruggum sigri Kolstad á Halden, 31:25, á útivelli. Hann skoraði sex mörk. Halden hélt í við Kolstad fram eftir leiknum en síðasta stundarfjórðung leiktímans lék aldrei vafi á um hvort liðið færi með sigur úr býtum. Janus Daði Smárason lék afar vel og skoraði m.a. fjögur mörk.


Elías Már Halldórsson stýrði kvennaliði Fredrikstad Bkl. til sigurs á Gjerpen á útivelli með 10 marka mun, 36:26. Axel Stefánsson, annar þjálfari Storhamar, hrósaði einnig sigri með sínu liði í heimsókn til Junkeren.


Íslendingarnir fimm hjá Volda eru úr leik eftir tap fyrir Aker í Volda Campus Sparebank1 Arena, 29:23.

Úrslit 16-liða úrslita:

Elverum – Sandnes 40:22.
Orri Freyr Þorkelsson skoraði sex mörk fyrir Elverum.

Halden – Kolstad 25:31.
Sigvaldi Björn Guðjónsson skorað sex mörk, þar af eitt úr vítakasti, fyrir Kolstad. Janus Daði Smárason skoraði fjögur mörk og átti fimm stoðsendingar.

Junkeren – Storhamar 24:44.
Axel Stefánsson er annar þjálfara Storhamar.

Gjerpen – Fredrikstad 26:36.
Alexandra Líf Arnarsdóttir er leikmaður Fredrikstad. Hún skoraði ekki í leiknum. Elías Már Halldórsson er þjálfari liðsins.

Volda – Aker 23:29.
Rakel Sara Elvarsdóttir skoraði þrjú mörk fyrir Volda, Dana Björg Guðmundsdóttir og Katrín Tinna Jensdóttir skoruðu eitt mark hvor. Halldór Stefán Haraldsson er þjálfari Volda og Hilmar Guðlaugsson er aðstoðarþjálfari.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -