Landslið Íslands skipað leikmönnum 21 árs og yngri í karlaflokki tapaði fyrir Spáni, 32:28, í fyrri viðureign sinni Tiby-mótinu í París í dag. Spánverjar sem hafa orðið Evrópumeistarar í þessum aldursflokki síðustu árin voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 18:15.
Íslenska liðið mætir Ungverjum á laugadaginn í síðari leiknum á mótinu. Ungverjar töpuðu fyrir Frökkum í síðari viðureign mótsins í gærkvöld, 32:23.
Íslenska liðið hóf leikinn af krafti og hafði frumkvæðið á upphafsmínútunum en fljótlega náðu Spánverjar tökum á leiknum og náðu mest fjögurra marka forystu. Strákarnir okkar voru þó hvergi nærri hættir og náðu að jafna metin rétt fyrir lok fyrri hálfleiks, lokamínútur fyrri hálfleiks voru þó Spánverja sem skoruðu þrjú mörk í röð og voru yfir, 18:15, í hálfleik.
Síðari hálfleikur var í járnum frá fyrstu mínútu, þó að Spánverjar hafi leitt með einu til tveimur mörkum var íslenska liðið rétt á eftir og alltaf líklegt til að jafna og komast yfir. Það var ekki fyrr en á lokamínútunum sem Spánverjar náðu að slíta sig frá strákunum okkar og vinna fjögurra marka sigur, 32:28
Mörk Íslands: Elmar Erlingsson 5, Skarphéðinn Ívar Einarsson 5, Reynir Þór Stefánsson 5, Þorvaldur Þorvaldsson 3, Össur Haraldsson 2, Birkir Snær Steinsson 2, Sigurður Matthíasson 2, Andri Elísson 2, Eiður Rafn Valsson 1, Ari Dignus Maríuson 1.
Varin skot: Ari Dignus Maríuson 8 skot, Breki Hrafn Árnason 7 skot.
Íslenski hópurinn í París
Markverðir:
Ari Dignus, Haukar.
Breki Hrafn Árnason, Fram.
Aðrir leikmenn:
Andri Fannar Elísson, Haukar.
Birkir Snær Steinsson, Haukar.
Eiður Rafn Valsson, Fram.
Elmar Erlingsson, Nordhorn-Lingen.
Hans Jörgen Ólafsson, Stjarnan
Hinrik Hugi Heiðarsson, Haukar.
Ívar Bessi Viðarsson, ÍBV.
Reynir Þór Stefánsson, Fram.
Sigurður Páll Matthíasson, Víkingur.
Sigurður Snær Sigurjónsson, Haukar.
Skarphéðinn Ívar Einarsson, Haukar.
Þorvaldur Örn Þorvaldsson, Valur.
Össur Haraldsson, Haukar.
Atli Steinn Arnarson, Grótta, var í hópnum sem valinn var fyrir mótið en fór ekki með til Parísar vegna meiðsla.
Einar Andri Einarsson, þjálfari.
Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari.
Lúðvík Már Matthíasson, sjúkraþjálfari.
Magnús Kári Jónsson, fararstjóri.