- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fjölmenni hyllti Mörthu í KA-heimilinu

Erlingur Kristjánsson t.v., formaður kvennaráðs KA/Þórs, Martha Hermannsdóttir, og Stefán Guðnason. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Ein fremsta handknattleikskona landsins um langt árabil, Martha Hermannsdóttir, var hyllt af fjölmenni fólks í KA-heimilinu í dag áður en flautað var til leiks KA/Þórs og Hauka í Olísdeild kvenna í handknattleik.


Martha ákvað í sumar að láta gott heita eftir að hafa leikið nærri í aldarfjórðung í meistaraflokki, lengst af með KA/Þór en einnig um skeið með Haukum meðan hún lagði stund á tannlæknanám við Háskóla Íslands á fyrsta áratug þessarar aldar.


Martha fékk m.a.búninginn sinn innrammaðann í kveðjuskyni. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson


Erlingur Kristjánsson formaður kvennaráðs KA/Þórs og Stefán Guðnason afhentu Mörthu gafir og blóm fyrir leikinn í dag um leið og áhorfendur risu úr sætum og hylltu hana og þökkuðu. Martha var valin mikilvægasti leikmaður úrslitakeppninnar vorið 2021 þegar KA/Þór varð Íslandsmeistari í handknattleik kvenna í fyrsta sinn.


Martha er ein dáðasta handknattleikskona Akureyrar. Hún var leiðtogi KA/Þórsliðsins árum saman í gegnum súrt og sætt, er fyrirmynd handknattleiksfólks hér á landi, þriggja barna móðir og tannlæknir, óspör á að deila úr brunni handknattleiksreynslu sinnar. Hún er alls ekki hætt afskiptum af handknattleik á Akureyri og er núna m.a. þjálfari 6. flokks kvenna.


Á dögunum var Martha í viðtali við handbolta.is.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -