Fjölnir bættist í kvöld í hóp þeirra liða sem tekur þátt í 16-liða úrslitum Poweradebikarkeppni karla í handknattleik. Fjölnismenn lögðu Hvíta riddarann úr Mosfellsbæ í grannaslag í Fjölnishöll, 35:26. Staðan var 15:8 að loknum fyrri hálfleik.
Leikmenn Hvíta riddarans, sem leika í Grill 66-deildinni eins og Fjölnir, áttu erfitt uppdráttar í sókninni í fyrri hálfleik. Loksins þegar leiðin að marknetinu varð greiðari í síðari hálfleik þá var munurinn orðinn of mikill til þess að úr yrði spennandi viðureign.
Bergur Bjartmarsson markvörður Fjölnis reyndist Mosfellingum á tíðum óþægur ljár í þúfu.
Mörk Fjölnis: Viktor Berg Grétarsson 6, Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson 5, Alex Máni Oddnýjarson 5, Darri Þór Guðnason 4, Guðjón Snær Traustason 4, Heiðmar Örn Björgvinsson 4, Hilmir Kristjánsson 2, Óli Fannar Pedersen 2, Victor Máni Matthíasson 2, Þorleifur Rafn Aðalsteinsson 1.
Varin skot: Bergur Bjartmarsson 16, Pétur Þór Óskarsson 1.
Mörk Hvíta riddarans: Ingi Hrafn Sigurðsson 7, Bergvin Þór Gíslason 6, Ágúst Atli Björgvinsson 2, Böðvar Scheving Guðmundsson 2, Einar Héðinsson 2, Eyþór Hilmarsson 2, Gunnar Kristinn Malmquist Þórsson 2, Hilmar Ásgeirsson 1, Óðinn Ingi Þórarinsson 1, Valur Þorsteinsson 1.
Varin skot: Smári Guðfinnsson 6, Björgvin Franz Björgvinsson 4.