- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fjölnismenn misstigu sig

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Fjölnismönnum mistókst í kvöld að tylla sér einir á topp Grill66-deildar karla í handknattleik en þeir áttu þess kost ef þeir legðu ungmennalið Aftureldingar að velli í Dalhúsum í Grafarvogi. Þeim varð ekki kápan úr því klæðinu og segja má að þeir hafi misstigið sig. Aftureldingarmenn unnu sannfærandi sigur með tveggja marka mun, 29:27.


Mosfellingar, sem höfðu aðeins unnið þrjá leiki af 12 í deildinni til þessa, voru með fimm marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 17:12.


Þar með eru þrjú lið efst með 20 stig í Grill66-deildinni, ÍR, Hörður og Fjölnir. Af þeim hefur Fjölnir spilað 13 leiki, Hörður 12 en ÍR 11 leiki. Leikjadagskrá deildarinnar hefur farið nokkuð úr böndum vegna kórónuveirunnar sem gert hefu rmörgum gramt í geði undanfarin tvö ár.


Mörk Fjölnis: Goði Ingvar Sveinsson 7, Elvar Otri Hjálmarsson 5, Björgvin Páll Rúnarsson 4, Alex Máni Oddnýjarson 4, Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson 3, Brynjar Óli Kristjánsson 2, Jón Bald Freysson 2.

Mörk Aftureldingar U.: Agnar Ingi Rúnarsson 8, Karl Kristján Bender 6, Alexander Orri Hannesson 4, Stefán Scheving Guðmundsson 3, Ágúst Atli Björgvinsson 3, Gunnar Pétur Haraldsson 3, Hilmar Ásgeirsson 2.


Stöðuna og næstu leiki í Grill66-deild karla má sjá hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -