- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fjölnismenn stimpla sig inn í toppbaráttuna

Aðalsteinn Örn Aðalsteinsso í marktækifæri með Fjölni á síðasta keppnistímabili. Mynd/Þorgils G.
- Auglýsing -

Fjölnismenn halda áfram að stimpla sig inn í toppbaráttuna í Grill66-deild karla í handknattleik. Þeir hafa nú unnið tvo leiki í vikunni og eru komnir upp að hlið Harðar og ÍR með 10 stig. Fjölnir hefur, eins og ÍR, leikið einum leik fleira en Harðarmenn. Fjölnir vann Vængi Júpíters í Dalhúsum í kvöld með 14 marka mun, 34:20, eftir að hafa verið sjö mörkum yfir í hálfleik, 18:11.


Fyrr í vikunni vann Fjölnir ungmennalið Aftureldingar, 31:26, en skýrslan úr þeim hefur ekki borist ennþá og því lítið meira um þann leik að segja og verður ekki sagt frá héðan af.


Fjölnismenn réðu hinsvegar lögum og lofum í Dalhúsum í kvöld hvar leikskýrslan barst að vanda með góðum skilum. Vængirnir eru sem fyrr í mesta basli í neðri hluta töflunnar með tvö stig eftir sjö leiki.

Mörk VJ.: Viktor Orri Þorsteinsson 5, Gísli Steinar Valmundsson 4, Brynjar Jökull Guðmundsson 4, Sigþór Gellir Michaelsson 2, Guðmundur Rögnvaldsson 2, Leifur Óskarsson 1, Albert Garðar Þráinsson 1, Hlynur Már Guðmundsson 1.
Mörk Fjölnis: Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson 9, Goði Ingvar Sveinsson 7, Brynjar Óli Kristjánsson 3, Þorleifur Rafn Aðalsteinsson 3, Aron Breki Oddnýjarson 2, Jón Bald Freysson 2, Björgvin Páll Rúnarsson 2, Elvar Otri Hjálmarsson 2, Óðinn Freyr Heiðarsson 2, Veigar Snær Sigurðsson 2.

Frábæra myndaveislu Þorgils G., ljósmyndara Fjölnis, frá leiknum í kvöld er að finna á Facebooksíðunni Fjölnir handbolti.

Selfoss hafði betur

Ungmennalið Selfoss vann ungmennalið Aftureldingar í Grill66-deild karla í Sethöllinni á Selfossi í kvöld, 29:25. Heimamenn voru fjórum mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 15:11.


Mörk Selfoss U.: Tryggvi Sigurberg Traustason 8, Haukur Páll Hallgrímsson 6, Sölvi Svavarsson 4, Ísak Gústafsson 4, Daníel Karl Gunnarsson 2, Gunnar Flosi Grétarsson 2, Gunnar Kári Bragason 2, Sæþór Atlason 1.
Mörk Aftureldingar U.: Ágúst Atli Björgvinsson 6, Grétar Jónsson 4, Agnar Ingi Rúnarsson 3, Haraldur Björn Hjörleifsson 3, Stefán Scheving Guðmundsson 3, Birgir Örn Birgisson 2, Hilmar Ásgeirsson 2, Alexander Orri Hannesson 1, Elías Baldursson 1.


Stöðuna og næstu leiki í Grill66-deild karla má sjá hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -