Fjórir leikmenn liðs nýkrýndra Íslandsmeistari Vals í handknattleik kvenna voru einnig í síðasta meistaraliði Vals fyrir fjórum árum. Þær eru Auður Ester Gestsdóttir, Ásdís Þóra Ágústsdóttir, Hildur Björnsdóttir og Morgan Marie Þorkelsdóttir.
Morgan varð Íslandsmeistari í þriðja sinn í gær því hún varð einnig Íslandsmeistari með Val árið 2014. Þrátt fyrir að vera á unglingsaldri lék Morgan Marie talsvert með liði Vals veturinn 2013/2014 og lék til að mynda 22 leiki í deildinni og skoraði 38 mörk.
Sömu þjálfarar
Hinn þrautreyndi þjálfari Vals, Ágúst Þór Jóhannsson, var einnig þjálfari meistaraliðs Vals fyrir fjórum árum. Einnig var Hlynur Morthens markvarðaþjálfari liðsins þá eins og núna.
Ágúst Þór stýrði liðinu til sigurs á Íslandsmótinu í annað sinn á ferlinum í gær eftir að hafa verið lengi að.
Þegar Valur vann Íslandsmeistaratitilinn fyrir fjórum árum vann liðið Fram, 3:0 í leikjum talið, eins og það gerði nú gegn ÍBV.