ÍR vann í dag sinn þriðja leik í Grill 66-deild kvenna í handknattleik þegar liðið sótti Selfoss heim í Hleðsluhöllina á Selfoss í áttundu umferð deildarinnar. Lokatölur 31:16 fyrir ÍR sem var með tíu marka forskot í hálfleik, 16:6.
ÍR-ingar hafa þar með alls unnið fjóra af átta leikjum sínum í deildinni á leiktíðinni og sitja í fimmta sæti með átta stig. Þeir eru tveimur stigum á eftir Aftureldingu. Selfoss rekur lestina í deildinni en margt hefur verið liðinu mótdrægt á leiktímabilinu og margir burðarásar helst úr lestinni með slæm meiðsli og verða lengi frá keppni af þeim sökum. Þar af leiðandi er Selfoss-liðið alls ekki eins sterkt og vonir stóðu til þegar keppnistímabilið hófst.
Mörk Selfoss: Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir 8, Agnes Sigurðardóttir 5, Rakel Guðjónsdóttir 1, Sólveig Ása Brynjarsdóttir 1, Katla Björg Ómarsdóttir 1.
Mörk ÍR: Hildur María Leifsdóttir 5, Hildur Marín Andrésdóttir 4, Stefanía Ósk Hafberg 4, Margrét Katrín Jónsdóttir 3, Guðrún Maryam Rayadh 3, Adda Sólbjörg Högnadóttir 3, Ólöf Marín Hlynsdóttir 3, Auður Margrét Pálsdóttir 2, Auður Valdimarsdóttir 2, Anna María Aðalsteinsdóttir 1, Matthildur Lilja Jónsdóttir 1.
FRÉTTAVAKTIN - Handbolti.is:
- Auglýsing -
- Auglýsing -
Nýlegt á handbolti.is