- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fjórði sigurinn í röð hjá Söndru

Sandra Erlingsdóttir. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Sandra Erlingsdóttir, handknattleikskona ársins hér á landi og landsliðskona, og stöllur hennar í TuS Metzingen unnu í kvöld fjórða sigurinn í röð í þýsku 1. deildinni í handknattleik er þær unnu Buxtehunder SV frá Hamborg með fjögurra marka mun á heimavelli, 30:26. Eftir sigurinn er TuS Metzingen komið upp í sjötta sæti deildarinnar með 10 stig eftir níu leiki.


TuS Metzingen var með þriggja marka forskot að loknum fyrri hálfleik, 10:7. Hraðinn jókst í leiknum í síðari hálfleik. Leikmönnum Buxtehunder SV tókst að minnka muninn í eitt tvisvar sinnum upp úr miðjum hálfleiknum. Nær komust leikmenn liðsins ekki. Sandra og félagar gáfu ekki þumlung eftir.


Sandra skoraði eitt mark og átti fjórar stoðsendingar. Hún verður aftur í eldlínunni með TuS Metzingen á föstudagskvöldið í síðasta leik ársins. Þá koma leikmenn Sport-Union Neckarsulm í heimsókn í Paul Horn-Arena í slag liðanna í suðurhluta Þýskalands.

Standings provided by Sofascore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -