- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fjórir handboltamenn í hópi tíu efstu í kjöri Íþróttamanns ársins 2021

Merki Samtaka íþróttafréttamanna.
- Auglýsing -

Fjórir handknattleiksmenn eru á meðal tíu efstu í kjöri á Íþróttamanni ársins 2021 hjá Samtökum íþróttafréttamanna, SÍ. Það er í fimmta sinn í sögu kjörsins sem nær aftur til 1956 að svo margir handknattleiksmenn eru á meðal þeirra tíu sem fá flest atkvæði. Fyrst gerðist það 1973 og eftir það 1987, 2008 og 2010.


Í morgun var hulunni svift af nöfnum þeirra tíu íþróttamanna sem eru efstir í kjörinu þetta árið en greint verður frá því hver þeirra hreppir hnossið miðvikudagskvöldið 29. desember í beinni útsendingu á RÚV sem hefst kl. 19.40.

Handknattleiksmennirnir fjórir eru Aron Pálmarsson, Aalborg í Danmökru, Bjarki Már Elísson, Lemgo í Þýskalandi, Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg í Þýskalandi og Rut Arnfjörð Jónsdóttir, KA/Þór. Aron er nú á meðal tíu þeirra efstu í kjöri Íþróttamanns ársins í níunda skipti. Bjarki Már er á listanum í annað sinn en Ómar Ingi og Rut Arnfjörð eru á meðal tíu efstu í fyrsta sinn.

Tíu efstu í stafrófsröð:
Aron Pálmarsson, handboltamaður hjá Aalborg í Danmörku.
Bjarki Már Elísson, handboltamaður hjá Lemgo í Þýskalandi.
Júlían J. K. Jóhannsson, kraftlyftingamaður úr Ármanni.
Kári Árnason, fótboltamaður í Víkingi R.
Kolbrún Þöll Þorradóttir, fimleikakona í Stjörnunni.
Kristín Þórhallsdóttir, kraftlyftingakona úr ÍA.
Martin Hermannsson, körfuboltamaður í Valencia á Spáni.
Ómar Ingi Magnússon, handboltamaður í Magdeburg í Þýskal.
Rut Arnfjörð Jónsdóttir, handboltakona í KA/Þór.
Sveindís Jane Jónsdóttir, fótboltakona í Kristianstad í Svíþjóð.


Eins og undanfarin ár verður lið ársins einnig heiðrað auk þjálfara ársins. Íslands- og bikarmeistarar KA/Þór er eitt þriggja liða sem fékk flest atkvæði. Þórir Hergeirsson, landsliðsþjálfari Noregs í handknattleik kvenna er einn þriggja þjálfara sem hlaut flest atkvæði að þessu sinni.

Þrjú efstu liðin í stafrófsröð:
Ísland, kvennalandslið í hópfimleikum.
KA/Þór, mfl. kvenna í handbolta.
Víkingur R., mfl. karla í fótbolta.
KA/Þór, Íslands- og bikarmeistarar 2021. Mynd/HSÍ
Þrír efstu þjálfararnir í stafrófsröð:
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari meistarafl. karla hjá Víkingi í fótbolta.
Vésteinn Hafsteinsson, kastþjálfari í frjálsíþróttum.
Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta.
Þórir Hergeirsson landsliðsþjálfari Noregs. Mynd/EPA


Alls tóku 30 félagsmenn þátt í kjörinu í ár frá tíu fjölmiðlum, þar af fimm konur og hafa þær aldrei verið fleiri innan SÍ. Handbolti.is, sem tók þátt í kjörinu í annað sinn, er með einn félagsmann.

Knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir var kjörin Íþróttamaður ársins 2020.


Níu ár eru liðin frá því að handknattleiksmaður var síðast kjörinn íþróttamaður ársins. Þá hreppti Aron Pálmarsson hnossið. Átta handknattleiksmenn hafa hlotið nafnbótina frá því að SÍ stóð fyrst að kjörinu 1956.

Íþróttamenn ársins úr handbolta:
1964 - Sigríður Sigurðardóttir.
1968 - Geir Hallsteinsson.
1989 - Alfreð Gíslason.
1997 - Geir Sveinsson.
2002 - Ólafur Stefánsson.
2003 - Ólafur Stefánsson.
2006 - Guðjón Valur Sigurðsson.
2008 - Ólafur Stefánsson.
2009 - Ólafur Stefánsson.
2010 - Alexander Petersson.
2012 - Aron Pálmarsson.


- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -