- Auglýsing -
Íslensku stúlkurnar í U16 ára landsliðinu eiga fjóra leiki eftir á Opna Evrópumótinu í handknattleik sem haldið í Gautaborg, samhliða Partille cup-mótinu. Eftir að hafa tapað tveimur leikjum og gert eitt jafntefli í riðlakeppninni tekur íslenska liðið þátt í keppni um 13. til 17. sæti mótsins.
Framundan eru fjórir hörkuleikir, þar af tveir á morgun, gegn Eistlandi og Lettlandi. Á fimmtudaginn mæta stúlkurnar jafnöldrum sínum frá Færeyjum. Síðasta viðureignin verður á móti Finnlandi á föstudagsmorguninn.
Leikjadagskráin og íslenskur leiktími er hér fyrir neðan fyrir þá sem hafa tök á að fylgjast með leikjunum en þeir eru sýndir endurgjaldslaust á ehftv.com.
6.júlí: Eistland – Ísland, kl. 11.30.
6.júlí: Ísland – Lettland, kl. 17.30.
7.júlí: Ísland – Færeyjar, kl. 9.00.
8.júlí: Finnland – Ísland, kl. 8.30.
- Auglýsing -