- Auglýsing -
- Auglýsing -

Flautað til leiks á miðnætti

Orrustuþotur japans hersins á æfingu í Tókýó þar sem setningarhátið Ólympíuleikanna fer fram síðar í dag. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Handknattleikskeppni Ólympíuleikanna hefst á miðnætti að íslenskum tíma eða snemma dags í Tókýó. Karlarnir ríða á vaðið en keppni í kvennahandknattleik hefst aðra nótt að okkar tíma. Þrír íslenskir handknattleiksþjálfarar verða í eldlínunni með landsliðum sínum í handknattleikskeppni karla, Alfreð Gíslason með þýska landsliðið, Aron Kristjánsson með landslið Barein og Dagur Sigurðsson þjálfar japanska landsliðið sem leikur á heimavelli.


Í A-riðli eru: Noregur, Brasilía, Frakkland, Argentína, Þýskaland, Spánn.
Í B-riðli eru: Svíþjóð, Barein, Portúgal, Egyptaland, Danmörk, Japan.


Hér fyrir neðan er leikjadagskráin í handknattleikskeppninni í karlaflokki – leiktímar hafa verið færðir til íslensks tíma:


24. júlí:
00.00 Noregur – Brasilía
02.00 Frakkland – Argentína
05.15 Svíþjóð – Barein (Aron Kristjánsson)
07.15 Þýskaland (Alfreð Gíslason) – Spánn – RÚV2
10.30 Portúgal – Egyptaland
12.30 Danmörk – Japan (Dagur Sigurðssson) – RÚV

26. júlí:
00.00 Brasilía – Frakkland
02.00 Argentína – Þýskaland (Alfreð Gíslason)
05.15 Egyptaland – Danmörk
07.15 Spánn – Noregur
10.30 Barein (Aron Kristjánsson) – Portúgal
12.30 Japan (Dagur Sigurðsson) – Svíþjóð

28. júlí:
00.00 Danmörk – Barein (Aron Kristjánsson)
02.00 Svíþjóð – Portúgal
05.15 Japan (Dagur Sigurðsson) – Egyptaland
07.15 Noregur – Argentína
10.30 Brasilía – Spánn
12.30 Frakkland – Þýskaland (Alfreð Gíslason)

30. júlí:
00.00 Argentína – Brasilía
02.00 Barein (Aron Kristjánsson) – Japan (Dagur Sigurðsson)
05.15 Frakkland – Spánn
07.15 Svíþjóð – Egyptaland
10.30 Portúgal – Danmörk
12.30 Þýskaland (Alfreð Gíslason) – Noregur

1. ágúst:
00.00 Portúgal – Japan (Dagur Sigurðsson)
02.00 Egyptland – Barein (Aron Kristjánsson)
05.15 Spánn – Argentína
07.15 Noregur – Frakkland
10.30 Þýskaland (Alfreð Gíslason) – Brasilía
12.30 Danmörk – Svíþjóð

8-liða úrslita verða 3. ágúst en fjögur lið úr hvorum riðli fara áfram.
Undanúrslit verða 5. ágúst.
Leikið til úrslita 7. ágúst.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -