- Auglýsing -
- Auglýsing -

Flautað til leiks í Bregenz

Ýmir Örn Gíslason, Elliði Snær Viðarsson og Björgvin Páll Gústavsson verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu í dag. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik mætir austurríska landsliðinu í dag í fyrri viðureign liðanna um þátttökurétt á heimsmeistaramótinu sem fram fer i Svíþjóð og Póllandi í janúar á næsta ári. Flautað verður til leiks í Bregenz í Austurríki klukkan 16.


Íslenska landsliðið kom saman til æfinga og undirbúnings í Bregenz á mánudaginn. Þótt tími til undirbúnings sé skammur þá býr liðið vonandi að vikulöngum æfingabúðum hér á landi fyrir um mánuði.


Ekki er annað vitað en allir leikmenn sem valdir voru til þátttöku séu heilir heilsu og klárir í slaginn við Austurríkismenn. Síðari viðureignin verður á Ásvöllum á laugardaginn.


Serbarnir Marko Boricic og Dejan Markovic dæma leikinn í Handballarena Rieden. Svein Olav Oie frá Noregi verður eftirlitsmaður.


Auk viðureignar Austurríkis og Íslands fara sex aðrir leikir fram í dag:
Finnland – Króatía.
Ísrael – Ungverjaland.
Þýskaland – Færeyjar.
Grikkland – Svartfjallaland.
Slóvenía – Serbía.
Tékkland – Norður Makedónía.


Hollenska landsliðið, undir stjórn Erlings Richardssonar, sækir landslið Portúgal heim á morgun.

 


Íslenski landsliðshópurinn:

Markverðir:
Björgvin Páll Gústavsson, Val (240/16).
Viktor Gísli Hallgrímsson, GOG Håndbold (33/1).

Aðrir leikmenn:
Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen (67/78).
Aron Pálmarsson, Aalborg Håndbold (156/607).
Bjarki Már Elísson, TBV Lemgo Lippe (87/257).
Daníel Þór Ingason, Balingen-Weilstetten (36/11).
Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach (19/23).
Elvar Ásgeirsson, Nancy (5/12).
Elvar Örn Jónsson, MT Melsungen (51/132).
Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg (35/63).
Haukur Þrastarsson, Vive Tauron Kielce (20/22).
Janus Daði Smárason, Frisch Auf Göppingen (54/81).
Orri Freyr Þorkelsson, Elverum (9/9).
Óðinn Þór Ríkharðsson, KA (14/44).
Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg (64/209).
Teitur Örn Einarsson, SG Flensburg-Handewitt (27/26).
Viggó Kristjánsson, TVB 1898 Stuttgart (29/68).
Ýmir Örn Gíslason, Die Rhein-Neckar Löwen (60/31).

RÚV verður með beina útsendingu frá leiknum í Bregenz. Einnig verður textalýsing á handbolti.is.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -