- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Flautað til leiks í Kaplakrika 7. september

FH-ingurinn Einar Bragi Aðalsteinsson skorar mark í leik við Aftureldingu á síðustu leiktíð. FH og Afturelding mætst í upphafsleik Olísdeildar karla verði drög að niðurröðun leikja að raunveruleika. Mynd/J.L.Long
- Auglýsing -

Samkvæmt drögum að leikjaniðurröðun í Olísdeild karla verður flautað til fyrsta leiks tímabilsins í Kaplakrika í Hafnarfirði klukkan 19.30 fimmtudaginn 7. september með viðureign FH og bikarmeistara Aftureldingar. Daginn eftir fara fram fimm næstu leikir fyrstu umferðar deildarinnar. Þá hefja m.a. Íslandsmeistarar ÍBV titilvörnin sína með heimsókn til Stjörnunnar í Garðabæ.

Leikir 1. umferðar 7. og 8. september:
FH – Afturelding.
Stjarnan – ÍBV.
Valur – Víkingur.
Fram – Grótta.
Selfoss – KA.
HK – Haukar.

Önnur umferð deildarinnar fer síðan fram viku síðar.

12 umferðir fyrir áramót

Reiknað er með að 12 umferðum af 22 verði lokið að kveldi 8. desember þegar gert verður hlé á keppni fram til 9. febrúar.

Síðasta umferð Olísdeildar karla á að fara fram föstudaginn 12. apríl 2024 samkvæmt drögunum. Til fróðleiks má geta að páskarnir verða síðustu helgina í mars.

Drög birt með fyrirvörum

Handknattleikssamband Íslands birti eftir hádegið drög að leikjaskipulagi næsta árs. Allt er það háð fyrirvörum, m.a. vegna beinna útsendinga. Enn er beðið þess hvað verður í þeim efnum en samkvæmt fregnum verður útsendingarétturinn ekki áfram í höndum Stöðvar2/Sýnar eins og undanfarin sex ár.

Smellið hér til þess að skoða drög að niðurröðun leikja Olísdeildar karla leiktíðina 2023/2024.

Einnig hér

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -