- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fleiri bætast í hópinn hjá Gróttu

Margrét Björg Castillo kemur til Gróttu frá Fram. Mynd/Grótta

Enn bætast leikmenn í hópinn hjá kvennaliði Gróttu fyrir átökin í Grill66-deild kvenna á næsta keppnistímabili. Fyrir stundu tilkynnti Grótta að Margrét Björg Castillo hafi skrifað undir tveggja ára samning við félagið.


Margrét er 18 ára gömul, er örvhent og leikur aðallega sem hægri skytta. Hún er uppalin í Haukum en kemur til Gróttu úr Fram þar sem hún hefur leikið undanfarin ár. Í fyrra lék hún aðallega með ungmennaliði Fram þar sem hún skoraði 35 mörk en einnig tók hún þátt í fjórum leikjum Fram í Olísdeildinni.


„Margét er góður leikmaður sem gaman verður að vinna með. Hún er efnileg og með töluverða reynslu þrátt fyrir ungan aldur. Við teljum að Margrét smellpassi inn í leikmannahópinn okkar sem við höfum verið að stækka undanfarna daga og vikur,“ segir Gunnar Gunnarsson þjálfari Gróttuliðsins í tilkynningu frá handknattleiksdeild Gróttu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -