- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fleiri heltast í lestinni hjá Króötum – Cindrić úr leik

Luka Cindric t.v. í uppstökki í viðureign Króata og Argentínu á föstudagskvöld. Ljósmynd/EPA
- Auglýsing -

Dagur Sigurðsson landsliðsþjálfari Króata staðfesti í samtali við Vísir í gærkvöld að Luka Cindrić taki ekki þátt í fleiri leikjum með króatíska landsliðinu á HM vegna meiðsla. Cindrić, sem er einnig samherji Arons Pálmarssonar og Bjarka Más Elíssonar hjá ungverska meistaraliðinu Veszprém er meiddur. Hann átti í meiðslum fyrir HM og tók lítið sem ekkert þátt í undirbúningi landsliðsins fyrir mótið af þeim sökum.


Cindrić var með í fyrstu tveimur leikjum Króata en virðist ekki hafa komist heill í gegnum þá.

Domagoj Duvnjak meiddist snemma leiks gegn Argentínu á föstudagskvöld og var afskrifaður daginn eftir, eins og handbolti.is sagði frá.

Dagur Sigurðsson landsliðsþjálfari Króata á hliðarlínunni í Zagreb Arena í leiknum við Egypta í gærkvöld. Ljósmynd/EPA

Króatar verða andstæðingar íslenska landsliðsins í milliriðlakeppni heimsmeistramótsins. Einnig Egyptar og Argentínumenn. Egyptar unnu Króata í gær, 28:24, og tryggði sér sæti í milliriðli með hámarksstigafjölda, fjögur stig. Króata byrja með tvö stig en Argentínumenn verða án stiga.

Að lokinni viðureign Íslands og Slóveníu í kvöld skýrist leikjaniðurröðin í milliriðli fjögur og hversu mörg stig lið Íslands og Slóveníu taka með sér áfram. Grænhöfðaeyjar og Kúba kljást um þriðja og síðasta sætið í riðlinum.

Leikur Íslands og Slóveníu hefst klukkan 19.30 í kvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -