- Auglýsing -
- Auglýsing -

Fleiri heltast úr HM-lestinni – breytt landslag

- Auglýsing -

Bandaríska landsliðið hefur dregið sig út úr keppni á heimsmeistaramótinu í handknattleik sem á að hefjast á morgun í Egyptalandi. Þetta var tilkynnt fyrir nokkrum mínútum.

Í stað landsliðs Bandaríkjanna mætir landslið Sviss til keppni og tekur sæti í riðli með Austurríki, Frakklandi og Noregi en það eru einmitt lið úr þeim riðli sem leika við íslenska landsliðið í milliriðlakeppni HM gangi allt að óskum hjá íslenska landsliðinu í riðlakeppninni. Sviss var fyrsta varaþjóð en fyrr í kvöld var tilkynnt að Norður-Makedóníumenn taki sæti Tékka á HM eftir aðeins fjórir leikmenn voru eftir ósmitaðir.


Bandaríska landsliðið er í molum eftir að átján af 30 leikmönnum helstust úr lestinni í morgun eftir að kórónuveirusmit kom upp í hópnum. Til stóð að senda 11 útileikmenn og einn markvörð til leiks. Horfið er frá því enda ekki loku fyrir það skotið að fleiri smit komi auk þess sem liðið hefði verið enn óburðugra en ella.

Fleiri landsliðs standa höllum fæti í baráttunni við veiruna. Í dag kom m.a. fram að sjö úr liði Grænhöfðaeyja eru smitaðir og taka ekki þátt. Þá er smit innan brasilíska landsliðsins og þá hafa Svíar verið í baráttu við veiruna.

Fjölgar Íslendingum á HM?

Ef þriðja landsliðið gengur úr skaftinu á elleftu stundu verður að kalla á hollenska landsliðið, undir stjórn Erlings Richardssonar. Hollenska landsliðið er þriðja varaþjóð á lista IHF. Þar gæti svo farið að fimm íslenskir landsliðsþjálfarar verði í eldlínu HM við þessar sérstöku aðstæður.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -